Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 36
tryggðir með reglum um barnalífeyri í 14. gr. atl., ef skilyrðum þess ákvæðis er að öðru leyti fullnægt. 3.4. Hverjum tilheyrir meðlagið? I 1. mgr. 23. gr. bl. segir að framfærslueyrir samkvæmt IV. kafla laganna tilheyri barni. Hér er ekki aðeins átt við framfærslueyri sam- kvæmt 15. gr. bl. heldur einnig framlög samkvæmt 2. mgr. 17. gr. bl. sem síðar verður vikið að. Þetta merkir að barnið er eigandi meðlags- ins samkvæmt 15. gr.21 Sú ályktun hefur m.a. verið dregin af 1. mgr. 23. gr. bl. að ákvæðið komi í veg fyrir að forsjárforeldri geti samið svo við meðlagsskylt foreldri, að hið síðarnefnda greiði ekki meðlag. 1 fram- kvæmd hefur engu að síður verið talið að slíkur samningur sé gildur. Er þá litið svo á að forsjárforeldri sé með samkomulaginu að taka á sig framfærsluskyldur hins. Hagur barnsins sé tryggður eftir sem áður með því að það foreldri sem hefur forsjá tekur á sig auknar byrðar. Þetta hefur þá þýðingu að valdsmaður synjar ekki um staðfestingu á samkomulagi sem gert hefur verið í tilefni af skilnaði eða sambúðar- slitum þar sem fallið er frá kröfu um meðlag, né kemur þetta í veg fyrir að leyfi til skilnaðar sé gefið út. Sama á auðvitað við um sam- komulag um greiðslu meðlags með óskilgetnu barni. I fljótu bragði kann þetta að þykja fara í bága við tilgang 1. mgr. 23. gr., sem virðist fyrst og fremst ætlað að tryggja hagsmuni barns- ins og tryggja því nauðsynlegan framfærslueyri. Þegar betur er að gáð má þó vera ljóst að framangreind lagaákvæði veita litla tryggingu fyrir því að meðlagið sé í reynd innheimt, enda hefur sá aðili sem hefur barn hjá sér það alveg í hendi sér hvort hann snýr sér til Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu meðlagsins eða notar önnur þau innheimtuúrræði sem honmn standa til boða. Þau koma þess vegna að litlu haldi ef foreldrar eru ákveðnir í að gera samkomulag um að ekki skuli greitt meðlag. í ljósi þess er sú stefna ekki óeðlileg sem tekin hefur verið í framkvæmd. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæðin nokkra þýðingu. I fyrsta lagi draga þau úr hættunni á að meðlagsskylt for- 21 Ákvæði barnalaga eru í raun aðeins staðfesting á því sem áður hafði verið álitið í dómaframkvæmd, sbr. t.d. H 1954,433 (434) þar sem segir: „Lagarök og eðli máls leiða til þess, að barnið á sjálft réttinn til meðlagsins. Er og þessi niðurstaða f beztu samræmi við niðurlagsákvæði 7. gr. laga nr. 87/1947, þar sem svo er mælt, að fara skuli með fyrirframgreitt meðlag sem fé ófjárráðra. Móður óskilgetins barns er í lögum fengin heimild til að innheimta meðlag með því og verja því í þágu þess, svo sem lög mæla, en hana brestur hins vegar alla heimild að lögum og lagarökum til að afsala barninu rétti til meðgjafarinnar. Er og almennt nauðsyn að aftra því, að móðir óskilgetins barns gefi upp rétt barnsins."

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.