Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 37
eldri geti beitt hitt foreldrið þrýstingi í þessum efnum. 1 öðru lagi stuðla þau að því að halda kröfu um meðlag utan við annan ágreining sem kann að rísa milli hjóna eða sambúðaraðila, t.d. um eignaskipti eða greiðslu framfærslueyris hvort með öðru. Þá leiða þau til þess að meðlög verða hvorki notuð til skuldaj afnaðar við skuldir for- sjárforeldris, né standa þau skuldum þess til fullnustu.22 3.5. Málskot f 3. mgr. 16. gr. bl. segir að þeir aðilar sem greinir í 2. mgr. 23. gr. geti skotið úrskurði valdsmanns til dómmálaráöuneytis innan þriggja mánaða frá því að úrskurður gekk. Þá segir að úrskurður ráðuneytis- ins sé fullnaðarúrskurður um fjárhæð meðlags. Þeir úrskurðir, sem hér um ræðir, eru auðvitað fyrst og fremst úrskurðir samkvæmt 15. gr., en jafnframt hefur verið talið að ákvæðið eigi við um úrskurði sam- kvæmt 2. mgr. 17. gr. og 19. gr. bl.23 Þótt gert sé ráð fyrir að málskot til dómsmálaráðuneytisins sé meginreglan fjallar ráðuneytið stundum um ágreiningsefni er lúta að greiðslu meðlags á fyrsta stigi. Þetta má e.t.v. orða svo að með orðinu „valdsmaður“ í 15. gr. sé í sumum tilfellum átt við dómsmálaráðuneytið, eins og áður er vikið að. Þetta á við þegar úrskurða þarf um meðlag í tilefni af skilnaði eða sam- búðarslitum. I slíkum tilfellum úrskurðar valdsmaður (í Reykjavík yfirborgardómari) ekki í málinu heldur sendir það beint til dómsmála- ráðuneytisins, sem úrskurðar um ágreininginn og verður úrskurðinum ekki skotið til æðra stjórnvalds. Ekki verður skýrlega ráðið af lagatextanum að ætlunin hafi verið að hafa mismunandi hátt á, eftir því hvaða tilefni kallar á úrskurð. f því sambandi hefur þó verið bent á 24. gr. bl., þar sem segir að ákvörð- un um framfærslueyri með börnum við skilnað foreldra fari eftir ákvæðum IV. kafla, eftir því sem við geti átt. Með þessu skapi lögin svigrúm til þess að hafa þennan háttinn á. Engu að síður eru efnis- rök fyrir þessu óljós. Sú spurning vaknar hvort þau ákvæði barnalaga sem fela valds- manni eða dómsmálafáðuneyti úrskurðarvald um meðlagsgreiðslur séu því til fyrirstöðu að dómstólar geti fjallað um mál af þessu tagi. Gera verður ráð fyrir að hér sem endranær geti dómstólar dæmt um lög- mæti aðgerða valdsmanns í þessum efnum, og eftir atvikum fellt 22 Alþt. 1980 A, s. 528-529. 23 í lögunum kemur ekki skýrt fram að úrskurðum um menntunarmeðlag samkvæmt 17. gr. megi skjóta til ráðuneytisins. Engu að síður hefur þetta verið talið heimilt samkvæmt meginreglu 3. mgr. 16. gr., sbr. Armann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 85. 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.