Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 40
faðerni hans er útilokað. Við það fellur að sjálfsögðu niður skylda hans til að greiða meðlag. Sú spurning vaknar þá hvort maðurinn á rétt til endurheimtu þess fjár sem hann hefur þegar greitt og gegn hverjum rétt er að beina kröfu. Slíka kröfu má byggja annað hvort á almennum skaðabótagrundvelli eða almennum reglum um endur- heimtu ofgreidds fjár sem greitt hefur verið í rangri trú. I fyrra til- fellinu væri t.d. hægt að byggja á því að móðir hefði vísvitandi blekkt mann varðandi faðerni barns.28 Þessi sjónarmið fá nokkurn hljóm- grunn í forsendum H 1983, 1280, þótt synjað væri um endurgreiðslu í því máli. Málavextir voru þeir að K lýsti M föður að barni sínu fæddu 29. maí 1969. M var kallaður fyrir valdsmann og viðurkenndi hann að vera faðir barnsins. Var hann að svo búnu úrskurðaður til að greiða meðlag með barninu frá fæðingu þess. Árið 1979 fór M þess á leit við yfirsakadómara í Reykjavík að fram færi rann- sókn á faðerni barnsins, þar sem hann hefði vefengt að vera faðir þess. K samþykkti að hún og barnið gengjust undir blóð- rannsókn af þessu tilefni. Niðurstöður blóðrannsóknar útilokuðu faðerni M. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir höfðaði M mál á hend- ur K og fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs til endurgreiðslu á meðlaginu. Byggði M á því að K hefði vísvitandi ranglega bent á sig sem föður að barninu. Gagnvart fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra var á því byggt að valds- maður hefði ekki gætt leiðbeiningaskyldu sinnar þegar stefn- andi gekkst við faðerninu. K byggði sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að hún væri ekki réttur aðili málsins, og í öðru lagi að ekki hefði verið um vísvitandi blekkingar að ræða og í þriðja lagi að krafan væri fyrnd. í héraði var K sýknuð á þeim grund- velli að ósannað væri að hún hefði vísvitandi ranglega bent á M sem föður. Að sama skapi var ríkissjóður sýknaður vegna þess að ósannað þótti að valdsmaður hefði ekki gætt réttra starfsað- ferða. 1 dómi Hæstaréttar segir hins vegar: „Svo sem frá er greint í hinum áfrýjaða dómi, viðurkenndi áfrýjandi (M) fyrir sýslumanninum í Árnessýslu, að hann væri faðir barns þess, sem stefnda K ól 29. maí 1966. Áfrýjandi hefur ekki fengið þeirri faðernisviðurkenningu hnekkt með dómi, sbr. nú 10. gr. laga nr. 28 Sjá um endurheimtu framfærslueyris, t.d. Sigriður Jósefsdóttir: „Endurgreiðsla ofgreidds fjár“, Úlfljótur 2. tbl. 1988, s. 155-157. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.