Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 41
9/1981. Telst hann því faðir barnsins, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1947, sbr. nú 1. mgr. 8. gr. laga nr. 9/1981. Ósannað er, að stefnda K hafi haft í frammi vísvitandi blekkingu, er hún lýsti áfrýjanda föður að barni sínu, eða sýnt af sér svo vítavert at- hæfi, að hún þurfi að endurgreiða þegið meðlag. Endurgreiðsla meðlagsins mundi auk þess koma þungt niður á stefndu K, sem tók við því í þeirri trú, að um endanlega greiðslu væri að ræða.“29 Tvö síðarnefndu atriðin í rökstuðningi Hæstaréttar gefa tilefni til að ætla að undir vissum kringumstæðum komi endurgreiðsla til greina á greiddu meðlagi með barni, að því gefnu að áður hafi faðerni verið hnekkt í vefengingarmáli samkvæmt 4.—6. gr., sbr. 56. gr. bl. eða máli til ógildingar á faðernisviðurkenningu samkvæmt 10. gr. bl., allt eftir því sem við á hverju sinni. Eftir tilvitnuðum forsendum að dæma kemur þetta í fyrsta lagi til greina ef það sannast að móðir hafi beitt vísvitandi blekkingum þegar hún kenndi manni barn sitt og í öðru lagi kann að skipta máli hversu þungt endurgreiðslan kem- ur niður á henni. Enda þótt unnt sé að túlka framangreindan dóm Hæstaréttar á þá lund að endurheimta meðlags sé möguleg að upp- fylltum vissum skilyrðum er ljóst að slíkum heimildum hlýtur að vera þröngur stakkur skorinn, sérstaklega með tilliti til þess aðila sem tekur við greiðslu í góðri trú um að hún sé endanleg. Þá geta reglur um tómlæti útilokað rétt til endurheimtu. 1 norrænum rétti hefur því yfirleitt verið hafnað að kröfu um endur- heimtu verði beint gegn barninu sjálfu. Að því slepptu koma helst til greina móðir barns og hinn rétti faðir. Hið fyrrnefnda er ótvírætt heimilt, sbr. fyrrnefndan dóm Hæstaréttar. í danskri dómaframkvæmd hefur verið talið að endurheimtu úr hendi hins rétta föður komi því aðeins til greina að hann hafi á saknæman hátt átt þátt í því að hið rétta faðerni var ekki upplýst.30 29 í forsendum Hæstaréttar er x upphafi bent á að M teljist enn faðir barnsins enda liafi faðerni hans eltki veiið hnekkt eftir lögboðnum leiðum. Þá þegar af þeirri ástæðu kom cndurgreiðsla ekki til greina. Samkvæmt þessu virðist ekki þurfa frekari rökstuðnings við. Það er þvl eðlilegt að spyrja hvers vegna Hæstiréttur byggir jafnframt á því að K hafi ekki beitt vísvitandi blekkingum og að endurgreiðsla kæmi þungt niður á henni. Má geta sér þess til að með þcssu liafi Hæstiréttur ætlað að afstýra því að M fcngi faðerni sínu hnekkt að loknum hæstaréttardóminum og að hann færi síðan aftur i dóms- mál til að endurkrefja um meðlagið. 30 Sjá t.d. UFR 1935,24 og UFR 1951,263. Sjá nánar Sigríður Jósefsdóttir: „Enduxgreiðsla ofgreidds fjár", s. 157. 183

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.