Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 47
er í hjúskap eða óvígðri sambúð með móður. Þetta er m.ö.o. ekki gert ef refsifanginn er meðlagsskyldur. d. 1 4. mgr. kemur fram að Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar skuli greiða barnalífeyri þegar skilríki liggja fyrir um að barn verði ekki feðrað. Þau gögn sem hér um ræðir eru fyrst og fremst fæðingar- vottorð barns og gögn frá viðkomandi valdsmanni (í Reykjavík yfir- sakadómara) sem sýna að barn verði ekki feðrað: Annaðhvort með því að kona hefur ekki getað bent á neinn líklegan föður eða fyrir liggur sýknudómur í barnsfaðernismáli. Einhliða yfirlýsing móður um að hún vilji ekki feðra barn sitt hefur í framkvæmd ekki verið talin nægja. 6.3. Hversu lengi greiðist barnalífeyiir? Barnalífeyrir er greiddur með börnum allt til 18 ára aldurs. 1 7. mgr. 14. gr. er gert ráð fyrir að hægt sé að greiða allt til 20 ára aldurs vegna menntunar eða starfsþjálfunar ungmennis þegar annað for- eldri eða bæði eru ellilífeyris- eða örorkulífeyrisþegar. Hér er um að ræða svokallaðan menntunarlífeyri. Þessi réttur er ennfremur fyrir hendi þegar úrskurði um menntunarmeðlag samkvæmt 1. mgr. 17. gr. bl. verður ekki við komið vegna efnaleysis foreldris eða ekki tekst að hafa upp á því. Þetta gildir ekki þegar svo stendur á að barn er ekki feðrað eða annað foreldri er refsifangi. 1 þessu tilfelli er það ung- mennið sjálft sem sækir um menntunarlífeyrinn. 6.4. Hverjum tilheyrir barnalífeyrir? 1 1. mgr. 14. gr. atl. segir að barnalífeyrir sé greiddur með börn- um yngri en 18 ára . . . , og í 5. mgr. ákvæðisins að barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna, enda séu börnin á framfæri þeirra, eða öðrum er annast framfærslu þeirra að fullu. Það er ekki tekið fram að barnalífeyrir skuli tilheyra barni eins og gert er í 1. mgr. 23. gr. bl. varðandi meðlagið. I 7. mgr. 14. gr. segir hins vegar að barnið sjálft sæki um menntunarlífeyrinn og í samræmi við það er eðlilegt að líta svo á að hann tilheyri því. 1 H 1982,140 reyndi á það álitaefni hvort barn öðlast sjálfstæðan rétt til barnalífeyris þegar það er á eigin framfæri og byggði dómurinn á því að svo væri.34 34 H 1982, 140. Málavextir voru þeir að R krafði M, móður sína, um endurgreiðslu barna- lífeyris sem M hafði þegið af Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, eftir að R var flutt af heimili M og var ekki lengur á framfæri hennar. M var gert að endurgreiða R lífeyrinn. Var byggt á því að barnalífeyrinn ætti að greiða fram- færanda, sem í þessu tilfelli var barnið sjálft. 189
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.