Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 51
lagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra.36 Þá hefur stofnunin heimild til að taka að sér innheimtu meðlagsskulda erlendra ríkisborgara og sama er um meðlög sem íslenskir aðilar skulda erlendis. Að auki er stofnun- inni heimilt að taka að sér innheimtu á þeim hluta meðlags sem ekki fæst greiddur af Tryggingastofnun ríkisins og á framfærslueyri milli hjóna samkvæmt úrskurði, sbr. 50 gr. hjl. 1 5. gr. 1. 54/1971 er kveðið á um þau innheimtuúrræði sem Inn- heimtustofnun sveitarfélaga standa til boða við innheimtu meðlags. Þar er fyrst að nefna að samkvæmt 1. tl. 3. mgr. 5. gr. er unnt að skylda launagreiðanda meðlagsskylds foreldris til að draga meðlagið af launum þess og getur launagreiðandinn sjálfur orðið ábyrgur fyrir meðlaginu ef hann sinnir ekki slíkri kröfu. I 2. tl. 3. mgr. kemur fram að Innheimtustofnun getur krafist lögtaks í eignum meðlagsskylds foreldris til tryggingar kröfum. Það er sérstaklega tekið fram að lögtaksréttur samkvæmt þessari heimild fyrnist ekki. Samkvæmt 3. tl. 3. mgr. getur stofnunin kallað til aðstoð lögreglu til að hafa uppi á skuldara og færa hann á skrifstofu stofnunarinnar. I 4. tl. kemur fram að héraðsdómari (í Reykjavík sakadómari) getur úrskurðað þann sem ekki greiðir til vistunar á vinnuhæli til að vinna af sér með- lagsskuld.37 Þá er í 5. tl. mælt fyrir um heimild til að kyrrsetja mann vegna meðlagsskulda. I 4. gr. 1. nr. 54/1971, sbr. 5. gr. 1. nr. 43/1984, er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði Innheimtustofnun það sem á vant- ar á að tekjur hennar nægi til að endurgreiða Tryggingastofnun ríkis- ins. Það er því Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem á endanum ber kostn- aðinn ef ekki tekst að innheimta meðlag hjá hinum meðlagsskylda. 36 Lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið breytt þrisvar eftir gildistöku þeirra 1971. Fyrst með 1. 43/1984 um ráðstafanir í ríkisfjármálum, pcninga- og láns- fjármálum 1984, aftur með 1. 41/1986 og nú síðast með 1. 49/1988, Nánari fyrirmæli um framkvæmd laganna er að finna í reglugerðum nr. 214/1973 og 210/1987. 37 Ákvæði þetta hefur tæpast þýðingu, nema þegar um er að ræða menn sem dæmdir hafa verið til refsivistar, enda er ekkert vinnuhæli til hér á landi þar sem menn geta unnið af sér meðlagsskuldir. Með 1. 49/1988 um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga var aukið nýrri málsgrein við 5. gr. 1. 54/1971. Þar er mælt fyrir um ákveðið hagræði til handa föngum vegna meðlaga sem falla í gjalddaga meðan þeir afplána refsivist. Hliðstætt ákvæði var áður að finna í 7. gr. 1. 38/1973, sbr. 1. 33/1983 um breytingu á þeim lögum. 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.