Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 56
Jónatan Þórmundsson prófessor: OFSÓKNIR OG HÓTANIR I. OFSÓKNIR (232. GR. HGL.) A) 1. mgr. 232. gr. 1) Verndarhagsmunir og verknaðai-þoli. Refsivernd ákvæðisins lýt- ur að friðhelgi einkalífs, og verknaðarþoli er tiltekinn einstaklingur. Ákvæðið miðar þó að víðtækari vernd, einkum fyrir fjölskyldu verkn- aðarþola eða stofnun (fyrirtæki), sem hann starfar hjá. Oft felst í brotum þessum meinleg áreitni fyrir þolandann sjálfan og fjölskyldu hans eða aðra nákomna. Ákvæðið var nýmæli í almennum hegningar- lögum nr. 19/1940 (hgl.). 2) Verknaður. Ákvæðið lýsir verknaði sem röskun á friði annars manns, og í dæmaskyni er nefnt: með því að ásækja hann, ofsækja hann með bréfum eða ónáða hann á annan svipaðan hátt, þar á meðal með símhringingum. Síðasta atriðinu var bætt við með 1. nr. 16/1976. Upptalning þessi er auðvitað ekki tæmandi. Form friðarröskunar get- ur því verið með ýmsu móti (bréfaskriftir, símhringingar, vörusend- ingar, eftirför eins og skuggi manns), sjá H 1975:415. I dönskum dómi voru málavextir þeir, að maður nokkur lagði daglega blómvönd að dyr- um fyrrverandi unnustu sinnar, sem nú var gift öðrum. Friðarröskun getur verið fólgin í athafnaleysi jafnt sem athöfn og getur verið bæði bein og óbein, sjá greinargerð með 1. nr. 16/1976.0 Brot eru samhverf, þ.e. þeim er lýst án tillits til afleiðinga. Samfara vei'knaði af þessu tagi geta verið aðrar refsiverðar athafnir, t.d. klúryrði (209. gr. hgl.), 1) Alþt. 1975-76, A-deild, bls. 272. 198

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.