Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 57
ærumeiðandi svívirðingar (234. og 235. gr. hgl.) eða alvarlegar hót- anir (233. gr. hgl.). Verður ákvæðum þessum að líkindum beitt sam- hliða (brotasamsteypa). 3) Lögregluáminning sem refsiskilyrði. Áskilja ber formlega (bók- aða, skjalfesta) áminningu, en munnleg viðvörun nægir ekki. Þetta er stjórnsýsluákvörðun (stjórnarathöfn), sem ekki verður skotið til dómstóla nema til úrskurðar um lögmæti. Þótt ákvæðið tiltaki áminningu lögregiu, þarf vafalaust atbeina yfirmanns lögreglunnar eða fulltrúa hans. Leiðir það ef eðli máls, þótt ekki verði þess krafist, að um löglærðan starfsmann sé að ræða. Sennilega verður áminning ekki kærð til ráðherra. Um það má þó deila. Áminning þessi er ekki refsing sem slík, en hún er skilyrði refsiábyrgðar, þ.á m. skilyrtra refsiákvarðana. Rétt er að íhuga, hvaða réttaráhrif hún hefur gagn- vart ósakhæfum mönnum. Er áminning t.d. skilyrði þess, að öryggis- gæsla verði dæmd vegna brota á 232. gr. ? Lagarök mæla með því að gera sömu kröfur um viðurlög gagnvart ósakhæfum mönnum. Áminn- ing verður afturkölluð hvenær sem er, annaðhvort af þeim, sem ákvörð- un tók um áminninguna, eða af yfirmanni hans. Auk þess er talið, að áminning falli brott við sættir aðila. Gildistími áminningar er nú 5 ár, sbr. 4. gr. 1. nr. 16/1976, en var áður ótiltekinn. Óvíst er, hvort áminn- ing heldur gildi sínu út þennan tíma, þótt búið sé að fella dóm á grund- velli hennar einu sinni. Getur hún orðið grundvöllur annars dóms, eða þarf nýja áminningu með sjálfstæðum fresti? Bæði almenn ítrekunar- sjónarmið og önnur efnisrök mæla með fyrri niðurstöðunni. Dómstól- ar geta við meðferð máls fjallað um réttmæti áminningar og metið hana ógilda, ef hún var ólögmæt eða bersýnilega ósanngjörn. 4) Saknæmi. Samkvæmt 18. gr. hgl. er ásetningur áskilinn sem saknæmisskilyrði. Gildir það um háttsemina sjálfa, en ekki áminning- una. Áminning verður ekki talin efnisþáttur brots og því ekki andlag ásetnings (sjálfstætt hlutrænt refsiskilyrði). Þess verður þó að krefj- ast, að áminning hafi verið birt sökunaut innan hæfilegs tíma frá bókun eða skjalfestingu. Það skiptir hins vegar ekki máli, þótt hann hafi gleymt henni. 5) Ákærureglur. Ríkissaksóknari höfðar opinbert mál út af brotum gegn 232. gr., en málshöfðun er háð kröfu þess, sem misgert var við, sbr. 2. tl. a. 242. gr. hgl.2) 2) Jónatan Þórraundsson: Brot gegn friðhelgi einkalffs. Tímarit lögfr. 1976, bls. 153—154. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.