Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 60
3) Saknæmi. Samkvæmt 18. gr. hgl. er ásetningur áskilinn sem sak- næmisskilyrði. Ásetningur þarf að ná til þess að setja fram hótun og til vitneskju um, að hún sé tekin alvarlega. Það er hins vegar ekki skilyrði, að hótun sé framkvæmanleg og alvarlega meint, sbr. H 1985: 542. Það skiptir ekki heldur máli, þótt maður fari mannavillt með hót- anir sínar, nema það leiði til þess, að hótun sé ekki tekin alvarlega og hótanda sé það ljóst. Sé hótanda það hins vegar ekki ljóst, getur verið um pútatívt brot að ræða (233. gr., sbr. 20. gr. hgl.). H 1948:1 (22—23). Þ hafði komist á snoðir um ráðabrugg Sn um vörubrennu. S, sem átti þátt í brennufyrirætlunum Sn, hafði í heitingum við Þ og kvað hann mundu lífi týna, ef hann ljóstraði upp um brennuáformin. Kvað Þ sig hafa talið, að full alvara byggi á bak við þessar heitingar, og hefði hann til öryggis skýrt nafn- greindum manni frá ummælum S. Ekki var S sóttur til saka fyrir þetta atferli skv. 233. gr., og varð honum því ekki dæmd refsing fyrir það. S játaði að hafa viðhaft ummælin, en engin fyrirætlun hefði legið á bak við þau. H 1956:354 (382). I vissi um ránsbrot, sem Þ hafði framið, enda hafði hann notið ávinnings af því. Þ beindi byssu að I og kvaðst mundu drepa hann, ef hann segði frá brotinu. I áleit byssuna hlaðna, en ósannað þótti, að hún hefði verið það. Hótunin var þannig fram borin, að hún varð til þess að vekja ótta I. Var Þ sakfelldur skv. 233. gr. Þ var einnig ákærður fyrir hótanir í garð R. Ekki lágu fyrir glöggar upplýsingar um þær eða hvort hótun- in var til þess fallin að vekja ótta R. Honum fannst í fyrstu, að alvara lægi að baki hótuninni, en sannfærðist um það síðar, að henni fylgdi engin alvara. Var sýknað af því ákæruatriði. 4) Brotasamsteypa eða sakartæming. Ákvæði 233. gr. verður yfir- leitt ekki beitt samhliða ákvæðum um nauðungarbrot, þar sem hótun er verknaðaraðferð í slíku broti, sbr. 106. gr., 194. gr., 225. gr., 251. gr., 252. gr. hgl. Þannig telst ólögmæt nauðung (225. gr.) almenns eðlis borin saman við nauðgun (194. gr.), en sérákvæði gagnvart 233. gr. Þá verður 233. gr. að víkja fyrir ýmsum öðrum ákvæðum um tjóns- brot, sbr. einkum 211. gr. og 218. gr. hgl. Minni háttar líkamsárás ásamt hótun um frekari ófarnað getur samtímis varðað við 217. gr. og 233. gr. hgh, sjá nánar H 1986:40. Ákvæði 1. mgr. 106. gr. hgl. er tvíþætt að þessu leyti. í fyrsta málslið felst samhverft brot, þar sem m.a. getur verið um nánar sérgreindar hótanir að ræða. Málsliður- 202

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.