Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 25
SJÁVARAFLINN 1994 Samkvæmt bráðabirgðatölum og spám Fiskifélags íslands verður heildaraflinn 1994 um 1490 þúsund tonn og verð- mæti hans um 46 milljarðar miðað við óslægðan fisk upp úr sjó. Árið 1993 var heildaraflinn 1699 þúsund tonn og verðmætið 49,8 milljarðar króna. Þannig hefur afli dregist saman um 12,3% en verðmætib aðeins minnkað um 7,6% milli ára. Talið í dollurum nemur verðmæti aflans 656 milljónum en þab nam 739 milljónum árið 1993. Því er um 11,2% samdrátt ab ræða milli ára. Sé miðað við SDR var virði aflans 529 milljónir árið 1993, en 1994 er það áætlað um 458 milljónir eða um 13,4% minna en í fyrra. Miðað er vib mebalgengi jan.-nóv. bæði árin. Auk þess afla sem greint er frá í töflu hér að neöan veiddu íslensk skip 35.350 tonn af fiski í Barentshafi og á Svalbarðasvæðinu fyrir áætlað verðmæti 2370 milljónir. Auk þess má ætla að 2.000-3.000 tonn af rækju sem íslensk skip veiddu á Flæmingjagrunni séu að verðmæti um 450 milljónir króna. Auk þessa lönduðu erlend skip 71.000 tonnum hér á landi, þar af 15.900 tonnum af þorski. 2.900 tonnum var landað af erlendum skipum í eigu íslendinga. Fiskifélagið áætlar að andvirbi útflutnings sjávarafurða verði um 86,6 milljarðar króna á árinu en árið 1993 nam verbmæti útflutnings sjávarafurða 76,1 milljarði. Þannig hefur útflutningsverðmætið aukist um 13,8% milli ára og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verðmæti þessa útflutnings er áætlab nema um 1235 milljónum dollara en það jafngildir nærfellt 9,5% aukningu frá því í fyrra. Sé mið- að vib SDR hefur útflutningsverðmætið aukist um 6,9%. Með minnkandi afla eru gerðar meiri kröfur um bætta nýtingu hráefnis • MESA 850 mætir þessum kröfum með því að skafa hold, skera sundmaga og þunnildi frá hryggjum eftir flatningu og flökun • MESA 850 er með stiglausri hraðastillingu á færslu hryggja gegnum vél- ina og er því mjög auðvelt að laga hana að öðrum vélum f vinnslurásinni SÝNINGARVÉL Á STAÐNUM LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Á. M. SIGURÐSSON Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sími 652546 Fax 652548 MESA 850 TIL VINNSLU Á FISKHRYGGJUM Afli 1985-1994 Endanlegar tölur 1985-1993 og áætlun 1994. Allar tölur eru í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk. Fisktegund 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Áætlun 1994 Þorskur 323,0 366,0 390,0 376,0 354,0 334,0 307,0 267,0 251,0 170,0 Ýsa 50,0 47,0 40,0 53,0 62,0 66,0 54,0 46,0 47,0 58,0 Ufsi 55,0 64,0 78,0 74,0 80,0 95,0 99,0 78,0 70,0 62,0 Karfi 91,0 86,0 88,0 94,0 92,0 91,0 96,0 94,0 96,0 88,0 Úthafskarfi 0,0 0,0 0,0 0,0 1,0 4,0 8,0 14,0 20,0 47,0 Steinbítur 10,0 12,0 13,0 15,0 14,0 14,0 18,0 16,0 13,0 12,0 Grálúba 29,0 31,0 45,0 49,0 58,0 37,0 35,0 32,0 34,0 27,0 Skarkoli 15,0 13,0 11,0 14,0 11,0 11,0 11,0 10,0 13,0 12,0 Annar botnfiskur 13,0 13,0 20,0 23,0 20,0 22,0 27,0 28,0 30,0 28,0 Botnfiskur alls 585,0 632,0 684,0 698,0 693,0 674,0 654,0 585,0 574,0 504,0 Humar 2,4 2,6 2,7 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 Rækja 24,9 36,2 38,6 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 71,4 Hörpudiskur 17,1 16,4 13,3 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 11,5 8,2 Síld 49,0 66,0 75,0 93,0 97,0 90,0 79,0 123,0 117,0 128,0 Íslandssíid 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 21,0 Loðna 993,0 895,0 803,0 909,0 650,0 692,0 256,0 797,0 940,0 753,0 Annað 0,4 3,4 7,7 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 2,2 Heildarafli 1.672,0 1.651,0 1.625,0 1.752,0 1.489,0 1.502,0 1.044,0 1.569,0 1.699,0 1.490,0 ÆGiR JANÚAR 1995 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.