Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 26
Karitas Pálsdóttir formaöur fiskvinnslu- deildar Verkamannasambands íslands: Verðum að fá atvinnuöryggi Karitas Pálsdóttir er formaöur fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands. Hún hefur áratuga starfs- reynslu af verkalýbsmálum af starfi sínu fyrir Verkalýðs- félagib Baldur á ísafirði. Samningar verkafólks í fisk- vinnslu eru lausir og samningaþreifingar þegar hafnar. Ægir spurbi Karitas um hvab væntanlegar samningavib- ræbur mundu einkum snúast. „Helsta baráttumál fiskverkafólks er atvinnuöryggi. Viö viljum fá kauptryggingarsamning. Vib erum eina starfsstétt- in í landinu sem er launalaus þegar vinnuveitendur segja: Það er enginn fiskur í dag," segir Karitas og líkir ástandinu vib það aö stigið sé skref áratugi aftur í tímann. „Það getur verið gild ástæða fyrir því ab enginn fiskur er en í allt of mörgum tilfellum fara menn ekki eftir leikregl- unum sem settar eru í þjóöfélaginu." Menn ganga á lagið Hverjar eru þessar leikreglur sem lúta að atvinnuöryggi fiskverkafólks? „Þaö er inni í okkar kjarasamningum ab fiskverkafólk á rétt á kauptryggingarsamningi eftir ákveðinn tíma. Stór hluti af fiskverkendum gengur á lagið og neitar fólki um að gera þennan samning. Þetta á að vera tryggt meb reglugerð en menn komast upp með þetta því refsiákvæði eru ekki í reglugerðinni. Auðvitaö eru margir alvöru fiskverkendur sem fara eftir leikreglunum og lögunum nr. 19 frá 1979, um uppsagnar- ákvæbi og veikindarétt launamanna. Núverandi kauptrygg- ingarsamningur byggir á samningum frá 1986 þar sem hann er tengdur námskeiðum í fiskvinnslu. Þó samdráttur í bolfiskafla sé mikill og mörg fyrirtæki standi illa þá hafa sem betur fer mörg þeirra lagað sig að breyttum aðstæðum og breytt sinni vinnslu og hafa allar aðstæður til ab skipuleggja sína vinnslu meira en þau gera. Mér finnst þetta vera afturhvarf til þeirra tíma sem voru fyrir tíma skuttogaranna þegar fiskvinnsla í frystihúsum var árstíöabundin stopul vinna en ekki alvöru atvinnu- grein." Getum ekki byggt á hlaupafólki Er þá einhver hluti fiskverkenda að ganga á lagið og nýta sér bágt atvinnuástand og skort á refsiákvœðum til þess að ganga á rétt verkafólks? „Ég tel að almenningur í landinu viti minnst um það hve verkafólk í fiskvinnslu er í raun réttlaust. Þú þarft eiginlega að hafa unnið í greininni til þess að þekkja þennan veru- leika. Það er ekki hægt að byggja upp þessa atvinnugrein með hlaupafólki. Þetta er undirstöðuatvinnuvegur þjóöarinnar og þarf á sérþjálfuðu og vel menntuðu fólki ab halda. Þannig getum við saman byggt upp greinina. En þetta verð- ur ekki gert með þeim vinnubrögðum sem nú tíökast. Ástandiö er misjafnlega slæmt í fjórðungnum. Á ísafirði eru stór og öflug fyrirtæki sem hafa staðið sig vel í kaup- tryggingarsamningum. Á Þingeyri hefur öllum veriö sagt upp og eina fiskvinnslufyrirtækiö er í greiðslustöðvun. Á Suðureyri og á Suburfjörðunum er enginn á kauptryggingu. Veruleiki þess fólks sem áöur vann við fisk er að vera að hluta í íhlaupavinnu og hluta á atvinnuleysisbótum." Verður harkalega tekist á um launalið samninganna? „Krónutala launanna vill verða afstæð. Fiskverkafólk býr við þann veruleika að lágmarkslaunin eru 43 þúsund krón- ur sem svarar til hæstu atvinnuleysisbóta. Þó mjög margir búi við einhvers konar launahvetjandi kerfi er alltaf einhver hópur sem veröur að sætta sig við taxtakaupið. Það er alltaf til eitthvaö af „smáfyrirtækjum" sem vinna fisk þegar markaðurinn leyfir og vantar kannski fólk tvo til þrjá daga í viku. Þessi fyrirtæki eru sem betur fer fá, en ná oft inn fólki á lágum launum vegna þess hve atvinnu- ástandið er erfitt." 26 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.