Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 27
Hvernig er raunveruleiki þess sem vinnur 40 tíma á viku? „Ætli algeng laun séu ekki kringum 70 þúsund. Yfirvinna hefur dregist þaö mikiö saman aö mikill meirihluti fólks vinnur aðeins 40 tíma á viku." Hvernig hafa Vestfirðir, þitt heima- hérað, komið út í þeim samdrœtti sem orðið hefúr? Er mikið atvinnuleysi fyrir vestan? „Þaö er minna en víða annars staðar eöa um 1% að jafnaði á móti rúmum 4% annars staðar. Á móti kemur að fólki hefur fækkað mjög mikið í fjórð- ungnum. Vestfirðingar búa við mjög hátt vöruverð og húsnæðisverð og hátt orkuverð. Fólk flytur í þéttbýlið um leið og kreppir að, meðal annars til þess að losna við þessa „landsbyggðar- skatta"." Rækja bjargar Vestfirðingum „Rækjan og sú aukning sem þar hef- ur orðið hefur að mínu áliti bjargað at- vinnulífinu á Vestfjörðum og forðað stórfelldum fólksflótta og auðn. Vest- firðir hafa alltaf reitt sig mikið á þorsk- veiðar og hafa fyrir vikið mátt þola meiri skerðingu en aðrir landshlutar eða um 60% samdrátt í þorskveiðum. Rækjan hefur dregið úr þessu áfalli. Vestfirðingar báru gæfu til þess að afla sér veiðiheimilda í rækju þegar sam- dráttur varð í þorskinum. Hún er þeirra auðlind meðan t.d. aðrir lands- hlutar reiða sig á síld og loðnu eins og Austfirðingar." Nú hefur verið rœtt um að framund- an sé mikil fólksfcekkun í rœkjuvinnslu með tilkomu nýrra flokkunarvéla. Er áhrifa þessa farið að gœta? „Þegar pillunarvélarnar komu á sín- um tíma og leystu handpillunina af hólmi heyrðist nákvæmlega þetta sama. Allir óttuðust að missa vinnuna. Þð varð ekki heldur þvert á móti fjölg- aði að lokum fólki vegna aukinnar vinnslu. Þessar nýju vélar eru þegar komnar í Básafell ísafirði og verða komnar í gang í Frosta í Súðavík sem ætlar að snúa sér alfarið að rækjuvinnslu. í Básafelli fækkar fólki ekki og virðist ekki gera það heldur hjá Frosta. Þetta leysir af hólmi einhæf og tilbreytingarlaus störf en fyrirtæki sem eru meö fjölbreyttari vinnslu þurfa ekki að fækka fólki því magnið eykst sem hægt er að vinna. Ég óttast því ekki þessar breytingar og áhrif þeirra. Að minnsta kosti ekki á Vestfjörðum en kannski verða áhrifin önnur þar sem atvinnulífið er einhæf- ara og öðruvísi samansett." Ræna Vestfirðingar Austfirðinga? Nú eru fyrirtœki á ísafirði að kaupa rœkjutogarann Klöru Sveinsdóttur frá Fáskrúðsfirði ásamt ríflega 1400 tonna rœkjukvóta. Verkalýðsforkólfar eystra hafa kvartað undan yfirgangi Vestfirð- inga og mótmœlt. Hvert er þitt álit? Eru Vestfirðingar að raena Austfirðinga lífs- björginni? „Salan á þessu skipi sýnir gallana á kvótakerfinu í hnotskurn. Kerfi sem Vestfirðingar voru alla tíð á móti. Vest- firðingar hafa þurft að horfa á bak fjölda skipa ásamt kvóta og þar með lífsbjörg fólks í burtu. Þeir standa í sömu sporum og þeir fyrir austan. Þetta tiltekna skip, Klara Sveinsdótt- ir, var árum saman gert út frá Vest- fjörðum, frá Hólmavík og Patreksfirði. Það var gert út frá Vestfjörðum, af Nið- ursuðuverksmiðjunni á ísafirði, þegar það aflaði sér þeirra veiðiheimilda í rækju sem nú fylgja því. Það var keypt til Fáskrúðsfjarðar frá Patreksfirði fyrir rétt rúmu ári." Sumir sviku lit Finnst þér sennilegt að samningar náist án þess að til verkfalla komi? „Ég get engu spáð um það. Auðvitaö vil ég helst að það sé hægt en eftir fimm ára þjóðarsátt er okkar fólk að- framkomið. Við sjáum hvernig sumir hópar í þjóðfélaginu hafa svikið lit í þjóöarsáttinni og byggt inn í sína kjarasaminga sjálfvirkar hækkanir. Alltof margir komust upp meö þetta og í raun er engin sátt um að hækka laun þeirra lægst launuðu umfram aðra. Auðvitað þarf ríkisvaldið að koma að þessum samningamálum en mér finnst orðið tímabært að atvinnulífið fái aö semja sjálfstætt. Það ætti að vera keppikefli beggja aðila. Launalega séð er alltof mikið órétt- læti og mismunun í þjóðfélaginu. Fjöldi fólks hefur ekki í sig og á þó það vinni fullan vinnudag meðan aðrir hafa tíföld laun og allt á þurru. Það er ákveðin sýking í þjóðfélagi sem lætur þá sem minnst mega sín bera þyngstu byrðarnar." □ GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjarslóð 9, Örfirisey - sími 14010 Pósthólf 1042 -Fax 62 40 10 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið svo og viðgerðir á björgunarbúningum og vinnubúningum. ÆGIR JANÚAR 1995 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.