Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 21
Meðeigendur framtíðarinnar fundnir Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haralds Böðvars- sonar, er þriðja kynsióð stjórnenda þess fyrirtækis en afi hans Haraldur Böðvarsson byrjaði að gera út sexæring á Akranesi 1906. Sjálfur segist Haraldur vilja líta svo á að hann sé sjöundi liður í ætt útgerðarmanna sem koma úr Breiðafjarðareyjum, nán- ar tiltekið Rauðseyjum. Böðvar iangafi hans var meðal fyrstu skráðra Akurnesinga en hann hóf útgerð og verslun á Skipa- skaga i lok síðustu aldar. Haraldur er fæddur 1949 og hóf störf hjá HB 1970 eftir próf úr Samvinnuskólanum og framhaldsnám í Englandi. Hann er kvæntur Ingibjörgu Pálmadóttur alþingismanni og eiga þau fjóra syni. Haraldur hefur verið framkvæmdastjóri frá 1976 auk þess að sitja í stjórn SH, Síldarútvegsnefndar, LÍÚ, Coldwater Seafood og Skeljungs. Eins og kannski má búast við af Skagamanni er hann fyrrverandi meistaraflokksmaður í fótbolta með ÍA og landsliðinu. Það er stundum sagt að þriðja kynslóðin í fjölskyldufyrirtæk- inu setji á hausinn það sem forfeðurnir byggðu upp! „Norðmennirnir kalla þetta „desert-kynslóðina". Þetta er tæp- lega hefðbundið fjölskyldufyrirtæki iengur en það væri varla orðið svona gamalt nema af því að menn hafa lagt sig alla fram og náð að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Einungis þannig helst fyrirtækinu á góðum skipstjórum og góðu starfsfólki í landi. Ég er sáttur við hvernig hefur tekist að laga fyrirtækið að kröf- um tímans til þessa. Þegar forfeður okkar voru að byrja að gera út þá tíðkaðist ákveðið sameignarfyrirkomulag. Skipstjórinn og útgerðarmaður- inn áttu gjarnan bátinn saman. Síðan komu tímar þegar einstakir útgerðarmenn áttu stærstan hlut eða allan. Nú má segja að í þessari grein séu menn að leita að meðeigendum framtíðarinnar. Með opnun fyrirtækisins hefur okkur tekist að stækka hluthafa- hópinn. Nýju eigendurnir, lífeyrissjóðir, fyrirtæki og einstakling- ar, eru einnig hluthafar í öðrum fyrirtækjum og hafa því góðan arðsemissamanburð. Þess vegna er mikilvægt að standast kröf- ur þeirra sem eru tilbúnir að ávaxta sitt sparifé í fyrirtæki eins og þessu.“ Eru einhver lykilatriöi til að vel takist við rekstur? „Þorvaldur í Síld og fisk lýsti því mjög skemmtilega þegar hann sagði að þrennt væri mikilvægast. Það væri að hafa jákvætt fólk í kringum sig, að vinna með fólkinu og vera í vinnunni. Ég geri hans orð að mínum.“ „Það hefur verið prinsíp þessa fyrirtækis að skulda bænum sem minnst og vera ekki háð honum fjárhagslega. Þess má geta að við feng- um um áramótin viðurkenningu frá Akranesbæ vegna mikilla og farsælla viðskipta í 88 ár. Svona lítið bæjarfélag eins og Akraneskaupstað- ur er með svipaðar tekjur og Höfrungur III og því veitir ekki af öllu sínu í það sem það á að sinna. Víða úti um land eru sveitarfélög sem hafa sett mikið fé í atvinnulífið í miklum vandræð- um. Mér finnst það alröng stefna að sveitarfé- lög séu að blanda sér í atvinnurekstur. Það er göfugt að vilja halda uppi atvinnu en það end- ar alltaf með því að reksturinn verður að spjara sig sjálfur. Þetta fyrirtæki hefur kosið að fara aðrar leið- ir. Við opnuðum fyrirtækið og settum á al- mennan hlutafjármarkað og höfum þannig fengið inn nýja hluthafa. Það eru gerðar miklar kröfur til fyrirtækja sem eru rekin með þessu formi um að standa sig. Það eru um 600 hluthafar í þessu fyrirtæki en með þátttöku lífeyrissjóðanna má kannski segja að þeir séu í raun 62 þúsund því lífeyris- sjóðirnir eru að ávaxta fé umbjóðenda sinna. Þessu fylgir auðvitað mikil pressa um að reka fyrirtækið með hagnaði og það er fyrirsjáanlega hagnaður á árinu 1994." Sextíu og tvö þúsund sægreifar Haraldur heldur því fram að það veiti sveitar- félaginu ákveðið öryggi að þetta rekstrarform skuli vera á stœrsta sjávarútvegsfyrirtœkinu. Það sé þannig ekki háð duttlungum einstaklinga hvort kvóti er seldur úr byggðarlaginu heldur ráði ákvörðun stjómarinnar. Með því að vera almenningshlutafélag á Verð- bréfaþingi blandar HB sér í hóp nokkurra stœrstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtœkja lands- ins, svo sem Granda, ÚA, Þormóðs ramma, Skagstrendings, Síldarvinnslunnar á Neskaup- stað og nú síðast bœttist Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum í hópinn. „Ef þú lítur á þessi stóru fyrirtæki, sem öll eru almenningshlutafélög og eign fjölmargra, þá eru þetta jafnframt þau fyrirtæki sem eiga mikinn kvóta. Það er alltaf verið að tala um þá stóru í þessari grein og þeir kallaðir sægreifar. Það eru þá 62 þúsund sægreifar sem eiga HB." Stœrstu hluthafar í HB er fjölskylda Sturlaugs H. Böðvarssonar, stœrsti einstaki hluthafi er Rannveig ekkja hans með 11%. Við sameining- una 1991 átti fjölskyldan alls um 45% en eftir ÆGIR JANÚAR 1995 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.