Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 29
NÝ REGLUGERÐ UM ÓSONEYÐANDI EFNI Umhverfisrábuneytið hefur gefib út nýja reglugerh, nr. 546/1994, um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna, og tók hún gildi 1. nóvember sl. í fyrstu grein hennar kemur fram ab markmib hennar sé aö tryggja örugga meðhöndlun og minnka losun efna sem rýra ósonlagib og vernda þannig ósonlag- ib í heibhvolfinu. Ægir spurbi Gunnlaugu Einarsdóttur, efna- fræðing hjá Hollustuvernd ríkisins, hvort þessi nýja reglugerð breytti einhverju fyrir þá sem eiga og reka kælikerfi. „Hún tekur einnig til vetnisklórflúorkolefna (HCFC) sem eldri reglugerb geröi ekki. Sam- kvæmt reglugerðinni er óheimilt að setja upp ný kælikerfi og varmadælur sem nota HCFC-efni eftir 1. janúar 1996. R-22 tilheyrir HCFC." Með setningu þessarar reglugerðar má segja að íslendingar standi nágrannaþjóöum sínum jafn- fætis í þessum efnum en verið er að setja sam- bærilegar reglur á hinum Norðurlöndunum. Montreal-bókunin, sem reglugerðin er í raun miðub vib, hefur verið endurskoðuð tvisvar sinn- um, seinast í Kaupmannahöfn 1992, og endur- skoðanir hafa jafnan leitt af sér hertari reglur. Næsti fundur abildarþjóða Montreal-bókunar- innar verður árið 1995. Þá má búast við að regl- urnar verði hertar þannig að þessi nýja reglugerð er aðeins áfangi á leiðinni. í viðauka 2 við reglugerðina segir: „Heildar- magn vetnisklórflúorkolefna sem heimilt er að flytja inn til landsins á tímabilinu 1. janúar 1995 til 31. des. 1995 jafngildir 8,4 ODP-tonnum." Þessi kvóti íslands af ósoneyðandi efnum er miðaður við innflutningstölur ársins 1989. Með ósoneyðingarmætti, ODP, er átt við hlutfallslega getu efna til ab brjóta niöur óson í heiðhvolfinu miðað við tríklórflúrormetan (CFC-11). Með ODP-tonnum er átt við magn í tonnum marg- faldað með ósoneyðingarmætti. Sveinn Jónsson vélstjóri hefur reiknað út að umræddur kvóti íslands muni ekki duga nema fram í mars 1995 vegna slælegrar umgengni, mikils leka og aukinnar notkunar á ósoneyðandi efnum. Er ástandið svona slæmt? „Ég tel að kvótinn dugi út árið. Ég tel að þab sé of mikil einföldun að framreikna þetta eins og hann gerir en það verður að koma í ljós hver raunveruleikinn verður. En kælimibilslekann verbur að minnka Sé litið á árið í ár kemur í ljós aö áætlaður innflutningur R-22 er 137 tonn sem er mikil aukning frá fyrra ári. Innflutningur á R-12 eykst trú- lega úr 23 tonnum 1993 í 31 á þessu ári. Ég tel óhætt að reikna meb að að minnsta kosti 10-15 tonn af þessari aukningu séu hamstur. Á innflutningstölum sést einnig að margir eru að skipta yfir í R-22 frá R-502 sem kælimiðil. Útflutningur hefur ekki verib reiknaður með en hann er einhver og þá er átt við söiu til skipa skráðra erlendis." Þennan kvóta hafa íslendingar til ársins 2003, miðað við núgild- andi reglur, en þá verður hann minnkaður í 5,5-ODP tonn og síðan í 3,4 ODP-tonn árið 2007. í núverandi reglugerð er reiknaö með því að kvótinn verði 0 árið 2015. Ekki hafa enn verið settar reglur um innra eftirlit og skráningu í kæliiðnaðinum en svokallaðar KMO-reglur sem notaðar hafa verið í Danmörku og gefið góða raun hafa vakib athygli hérlendis. C1 Við bjóðum þjónustu á eftirtöldum verksviðum: Viðgerðir á stýrisvélum af öllum gerðum og stærðum, bjóðum nýjar stýrisvélar og varahluti í eldri gerðir. Viðgerðir á tjökkum og dælukerfum bíla og skipskrana. Smíði á dælukerfum fyrir vökvakerfi stýrisvéla og spilkerfa. Viðgerðir á línu og netaspilum jafnt og togspilum. Seljum sjálfstýringar frá Scan Steering og ComNav, stýrisvélar frá Scan Steering, Tenfjord, Emil Bolsvík og Frydenbö. Seljum TREFJA skipshurðir í fjórum stærðum með gluggum, læsingum, körmum úr áli eða stáli og snerlum úr rústfríu stáli. Smíðum eldvamarhurðir eftir pöntunum. Tökum að okkur hverskonar háþrístilagnir, viðgerðir á ventlum, lokum og hverskonar rennismíði. Dælusett Frá Scan Steering APS. Danmörku. Stýrisvélar, dælusett, sjálfstýringar og vökvakerti. önnumst uppsetningar og þjónustu. GARÐAR SIGURÐSSON STÝRISVÉLAÞJÓNUSTA Stapahraun 5 - Pósthólf 301 - 222 Halnarfirði Simi 54812. heimaslmi 51028 - Fax 653166 Umboösaöili fyrir Tenfjord og Frydenbö stýrisvélar. Varahlutir og viðgeröarþjónusta allan sólarhringinn. Látið fagmenn vinna verkið. Stýrisvél ÆGIR JANÚAR 1995 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.