Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2000, Side 6

Ægir - 01.04.2000, Side 6
LEIÐARI Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Merk ráðstefna á Akureyri Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri og Stafnbúi - félag nema í sjávarútvegsfræði - stóðu fyrir athyglisverðri ráðstefnu dagana 6. og 7. aprfl s.l. í tilefni 10 ára afmælis sjávarút- vegsdeildarinnar. Ráðstefnan var alþjóðleg og bar yfirskriftina „Competitiveness Within the Global Fis- heries" eða „Samkeppnishæfni sjávarútvegs". Hún skiptist í fjóra hluta: Viskerfi; vinnslu- og veiðarfæratækni; hagfræði og stjórnun. Kallaðir voru til sérfræðingar á hverju sviði og þar af komu fimm erlendis frá. Skemmst er frá að segja að ráðstefnan tókst afar vel. Fyrirlestrar voru undantekningalaust fróðlegir og vel unnir. Umræður í kjölfar þeir- ra voru einnig athyglisverðar. Margvfsleg sjónarmið komu fram sem án efa verða grundvöllur frjósamrar umræðu í þjóðfélaginu á næstunni. Telja má víst að þeir sem sóttu ráðstefnuna hafi farið af henni með þroskaðri hugmyndir um hvert stefndi og hvert bæri að stefna í íslenskum sjávarútvegi í nánustu framtfð. Ráðstefnan var þarft framtak og aðstandend- um til mikils sóma. Það vakti þó athygli hve sjávarútvegurinn sjálfur lét þessa ráðstefnu fram hjá sér fara. Þátttaka úr greininni var afar lítil og vekur óumflýjanlega spurningar. Get- ur verið að alþjóðlegir straumar og stefnur á þessu sviði sé íslenskum sjávarútvegi óviðkomandi? Getur verið að þeir sem starfa í íslenskum sjávarútvegi séu svo uppteknir af dægurmálum að þeir hafi ekki tíma til þess að líta í kringum sig (rétt eins og maður á árabáti sem hefur ekki tíma til þess að setja negluna í hann vegna þess að hann er upptekinn af því að ausa!)? Eða vita menn einfaldlega svo mikið að ekki verði á bæt- andi? Þetta eru áleitnar spurningar, sem ekki verða reyfað- ar meira hér. Á það er þó vert að benda að heimurinn, og þar með aðstæður sjávarútvegsins, breytast afar hratt. Það þarf talsvert að leggja á sig til þess að fylgj- ast með. Og það þarf að fylgjast með til þess að hafa áhrif. Menn skulu hafa hugfast að þeir sem kunna allt geta ekkert lært. Það eru dapurleg örlög. 59. Fiskiþing 59. Fiskiþing verður haldið á Hótel Loftleiðum 18. og 19. maí, n.k. Eins og á tveimur síðustu Fiskiþingum verður þemað umhverfismál. Danski prófessorinn Björn Lomborg mun flytja erindi á Fiskiþingi en hann hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á umhverfis- málum, sem hafa leitt í ljós að ástand í þeim málum er betra en oft er haldið fram. Björn hefur sett skoðanir sínar fram í merkri bók „Hið sanna ástand heimsins", þar sem mörg helstu viðfangsefni mannanna í um- hverfismálum er greind og niðurstaðan rökstudd. Fiskifélagsútgáfan ehf. mun í vor gefa þessa bók út og verður hún án efa þarft innlegg í knýjandi umræðu um umhverfismál. Heimsókn Björns Lomborgs verður því eflaust mikill fengur og 59. Fiskiþing verður áhuga- verð samkoma.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.