Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2000, Page 46

Ægir - 01.04.2000, Page 46
IÞJÓNUSTA Meira lagt í klæðningar en áður - segir Jóhannes K. Guðlaugsson hjá Bátabólstrun JKG „Við höfum séó um klæóningu á öllum Sómabátunum frá Bátasmíðju Guð- mundar á síóustu 10 árum - senniLega um 200 bátum. Til vióbótar höfum við líka klætt upp á nýtt dýnur og stóla í eldri bátum," segir Jóhannes Kristján Guðlaugsson hjá Bátabólstrun JKG i Garóabæ. Jóhannes er bílasmiður að mennt og hefur fyrirtæki hans að meg- inverkefnum aó klæða innan bila og smábáta. Ijósm. Sverrir Jónasson Jóhannes Kristján GuðLaugsson, eigandi OKG. Jóhannes segir að með árunum hafi meira verió Lagt í kLæðningar og bóLstr- un í bátum. Á árum áóur hafi verió al- gengt aó nota LeóurLiki i stóLa og dýnur þar sem menn hafi farið inn i bátana í sjógölLunum en eftir því sem meira er Lagt í innréttingar, þeim mun betur er gengið um bátana og þess vegna hafa önnur efni rutt sér tiL rúms. „í bóLstrunina notum vió gjarnan efni sem hrinda frá sér vatni en eru jafn- framt sterk. Stærstur hLuti verkefna i bátabóLstruninni er vegna nýju bátanna en inn á milLi tökum við Líka dýnur og stóLa í endurbólstrun úr eLdri bátum. Slíkt er æskilegt til að hreinsa út sLor- lyktina úr bátunum og gott að fríska upp á útlitió á innréttingunum með sliku," segir Jóhannes Kristján Guó- Laugsson. Stálorka í Hafnarfirði: Framleiðir ýmsan lausabúnað fyrir smábátaflotann Fyrirtækið Stálorka í Hafnarfirði hefur starfað um átta ára skeið og á þeim tíma byggt upp þjónustu við togara og smá- bátaflotann. Að sögn Benedikts Jónas- sonar, eiganda Stálorku, er eitt helsta verkefnið að smíða búnað í smábáta frá Samtaki í Hafnarfirði og Trefjum hf. „Sagan er ekki öll sögð þó menn hafi fjárfest í nýjum bátum því búnaðurinn um borð er ekki síður mikilvægur. Þar kemur að okkar þætti," segir Benedikt en í bátana smíðar fyrirtækið til að mynda línurennur, fiskimóttökur, karahaldara, þvottavélar, handrið goggljós og báta- kerrur. „Þarna er um að ræða búnað sem segja má að sé fjöldaframleiddur hjá okkur því í flestum tilfellum er þessi búnaður al- gjörlega eins frá einum bát til annars. Við smíðum því gjarnan nokkur stykki af hverjum hlut í einu, enda eru bátasmiðj- urnar oft með nokkra báta í smíðum í einu,“ segir Benedikt. Þjónusta við stærri skipin Þó verkefni tengd smábátum séu fyrir- Ijósm. Sverrir Jónasson Benedikt Jónasson, framkvæmdastjóri StáLorku. ferðamest hjá Stálorku þá var fyrirtækið á sínum tíma stofnað til að þjónusta tog- araflotann. Fyrirtækið hefur ennþá stór verkefni á því sviði og þjónustar til að mynda aðila eins og Granda og Hafrann- sóknarstofnun. „Þar er um að ræða alla smíði úr áli og margs konar stálvinnu, bæði smíði og viðhald," segir Benedikt. Rafmagns- stjórntæki Nákvæm • Einföld • Þægileg Viðurkennd af helstu flokkunarfélögum m.a. Lloyd og DNV Örugg þjónusta við sjávarútveginn V Skútuvogi 12a • Sími 568 1044

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.