Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 29
FISHING 2000
Innlit á sjávarútvegssýninguna
Fishing 2000 í Glasgow
Sautján íslensk fyrirtæki tóku þátt á sjávarútvegssýningunni í
Glasgow í s.l. mánuði. Þetta eru nokkru fleiri fyrirtæki en í fyrra
þegar 13 tóku þátt.
Samhliða sjávarútvegssýningunni var
sýning í hliðarsal fyrir fiskeldi. A meðal
íslenskra fyrirtækja þar voru Stofnfiskur,
Vaki-DNG og Pólstækni. Að sögn Her-
manns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra
Vaka-DNG, er þetta 14 árið sem Vaki
sýnir í Glasgow. Útflutningsráð var að
þessu sinni þátttakandi með nokkur fyr-
irtæki á sameiginlegum bás. A bás ráðs-
ins voru fyrirtækin; Markús - björgunar-
net, Ráðgarður - skiparáðgjöf, Vélaverk-
stæði Sigurðar og NAS (North Atlantic
Solutions). Markaðsstjóri Skipatækni hf.,
Helgi Kristjánsson, var á básnum hjá
norska samstarfsaðilanum Vik & Sand-
vik.
Islensku fyrirtækin voru ýmist með
eigin sýningarbása eða í samstarfi við er-
lenda umboðsmenn. Þannig voru Póls-
tækni og Vaki-DNG með tvo bása á sýn-
ingunni, þ.e. í sjávarútvegssalnum og í
fiskeldissalnum.
Islenskir gestir fjölmenntu að vanda á
þessa sýningu. Það er mat manna að sýn-
ingin, þó lítil sé, er hún hnitmiðuð við
þarfir sjávarútvegsins. Almennt voru
menn nokkuð sammála um að ekki fari
mikið fyrir nýjungum á sýningunni en
tækin séu betri og fjölhæfari en áður og
veiðarfærin eru gerð úr sterkari og léttari
efnum en áður.
Af nýjungum er helst að nefna nýja
tækni sem Hampiðjan hefur tekið upp
við gerð svokallaðra þantrolla. Tæknin
felst í því að trollið er sett upp þannig að
þankraftur myndast sem þenur trollið út
um leið og það er komið í sjóinn.
Texti og myndir: Guðbergur Rúnarsson
Starfsmenn í bás Skagans og Frosts, þar sem
kynntur var búnaður fyrirtækjanna.
Sýningargestur í þungum þönkum með starfs-
manni Vaka-DNG.
íslensku fyrirtækin
á Fishing 2000
J.Hinriksson Stofnfiskur
Flampiðjan Pótstækni
Carnitek Iseberg
Marel UK Landsmiðjan
Markús Frost
Skaginn Vaki - DNG
ÚtfLutningsráð Sæptast
North Atiantic Solutions
Vélaverkstæði Sigurðar
Ráðgarður-skiparáðgjöf
Starfsmennirnir í sýningarbás Flampiðjunnar voru ánægðir með viðtökurnar.