Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2000, Side 13

Ægir - 01.04.2000, Side 13
FRÉTTIR Ráðstefna um samkeppnishæfni í sjávarútvegi: Fiskeldið vaxandi samkeppnis- aðili á fiskmörkuðunum Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri efndi á dögunum til alþjóðlegrar ráð- stefnu um samkeppnishæfni í sjávarút- vegi og mættu m.a. nokkir þekktir er- lendir fræðimenn til ráðstefnunnar og fluttu þar erindi. Fjallað var á ráðstefn- unni um sjávarútvegsmálin út frá vist- fræði, vinnslu- og veiðarfæratækni og hagfræði. Meðal fyrirlesara var Daniel Pauly, sem er þekktur bandarískur prófessor í fiski- fræði. I hans máli komu fram varnaðarorð gagnvart þeirri þróun sem hann sagðist skynja í Norðurhöfum, þ.e. að fiskveiðar færðust sífellt neðar í fæðukeðjunni. Stað- reyndin væri sú að á þessum hafsvæðum hafi menn upplifað reglubundið hrun stofna á undangengnum áratugum og ef haldið yrði áfram að leita neðar í fæðu- keðjuna í fiskveiðum væri hætta á heild- arhruni á stórum svæðum, ekki aðeins í einstökum stofnum. Fiskeldið viðurkennd stærð I erindum á ráðstefnunni var komið inn á fiskeldi og þróun þess í heiminum. Ólaf- ur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fisk- eldis Eyjafjarðar, benti m.a. á að að aukn- ing í fiskeldi í heiminum hafi numið 10% á ári á undanförnum tíu árum en á sama tíma hafi samdráttur í veiðum í Norður-Atlantsahafi á helstu fiskiteg- undum numið 8% árleg. Hagfræðiprófessorinn James L. Ander- son tók í sama streng hvað varðaði aukn- ingu fiskeldis í heiminum og bendi á að eldisfiskur sé nú orðinn mikilvægur hlekkur á fiskmörkuðum heimsins. Þró- unina í fiskeldi taldi hann eindregið benda til aukinnar hagkvæmni sem aftur kæmi til með að skila auknum áhrifum í viðskipti með fiskafurðir í heiminum. Heppm' eða snilli? íslendingarnir Ragnar Arnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Islands, og Rögn- valdur Hannesson, prófessor við Við- skiptaháskólann í Bergen, ræddu í erind- um sínum um hinar hagfræðilegu hliðar fiskveiða. Ragnar taldi framleiðni í ís- lenskum sjávarútvegi hafa aukist mikið á árabilinu 1975-1995 og sé þar um að ræða meiri framleiðniaukning en í öðrum atvinnugreinum hér á landi. Meiri breyt- ingar í þessa veru á síðari hluta tímabils- ins taldi Ragnar benda til þess að kvóta- kerfið hafi átt sinn þátt í þróuninni. Rögnvaldur Hannesson taldi að sú staðreynd að framleiðni í sjávarútvegi sé meiri hér á landi en í nágrannalöndunum væri skyldari heppni en snilligáfum Is- lendinga! Kvótakerfið hafi þó gert að verkum að um óþarflega mikinn mann- afla sé ekki að ræða í greininni en vissu- lega hafi tekið langan tíma að fá stöðug- leika í kringum kvótakerfið og líta verði enn á tilvist þess sem ótrygga. Ragnar Árnason, prófessor, ræðir hér með áherslum um framleiðni í islenskum sjávarútvegi. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Vélgæslumannanámskeið Vélgæslumannanámskeið, sérsniðið fyrir trillukarla og eigcndur skemmtibáta. Heildarlengd námskeiðs með prófi er 60 kennslu- stundir. Námskeiðið er í samræmi við lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og veitir 220 kW rét- tindi. Fáið upplýsingar og látið skrá ykkur á biðlista í Vélskóla Islands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Sími 551 9755. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga. Veffang: http://www.velskoli.is Netfang: vsi@ismennt.is Skólameistari 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.