Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
Nýir kjarasamningar VMSÍ og Samtaka atvinnulífsins:
Áfangasigur í starfs-
menntamálum greinarínnar
- að mati Aðalsteins Baldurssonar, formanns fiskvinnsludeildar VMSÍ
Aðalsteinn Baldursson, formaður fisk-
vinnsludeildar VMSI, segir að vissir sigr-
ar hafi náðst fram fyrir hönd fiskvinnslu-
fólks í þeim kjarasamningum sem undir-
ritaðir voru þann 14. þessa mánaðar.
Hækkun launa við undirskrift metur Að-
alsteinn á bilinu 9 til 11% en hann segir
einnig mikilvægt að hafa í huga þau sér-
mál fiskvinnslufólks sem náðst hafi sam-
komulag um.
„Við lögðum upp með að ná fram veru-
iegri breytingu á réttindum og kjörum
fiskvinnslufólks en eins og alltaf í samn-
ingum þá nást ekki allir hlutir fram. Einn
þáttur viðræðnanna sneri að hinum fræga
kauptryggingarsamningi og nú mun
fiskvinnsiufólk t.d. eiga rétt á kauptrygg-
ingarsamningi eftir tvo mánuði í stað
fjögurra áður. Við sömdum einnig um
þætti sem snúa að starfsmenntun fisk-
vinnslufólks, m.a. um stofnun starfs-
menntunarsjóðs með 140 milljóna króna
framlagi á samningstímanum. Báðir aðil-
ar munu tilnefna fulltrúa í nefnd sem
skipuleggja mun grunnmenntun fyrir
fiskvinnslufóik sem starfandi er í húsun-
um og ég bind miklar vonir við að okkur
takist að búa til menntanet fyrir þetta
fólk sem byggist upp á stuttum nám-
skeiðum á borð við þau sem Starfs-
fræðslunefnd fiskvinnslunnar býður upp
á og ný námskeið sem þessi starfsmennt-
unarsjóður kostar. Þarna erum við að taka
okkur til fyrirmyndar fólk í t.d. heil-
Nýjir bátarafgeymar
TUDOR hefur hannað nýja línu bátarafgeyma
sem hafa ýmsa kosti yfir eldri gerðir
BÍLDSHOFÐA 12 • 112 REYKJAVÍK
SlMI 577 1515 »FAX 577 1517_____
Lokaðar sellur - mega halla 90°
Eitt útöndunarop - má tengja slöngi
Fljótari að hlaðast upp en aðrar gerðir
Meiri startkraftur en fyrr
Margfalt hristingsþol miðað við aðra
Ein gerð bæði fyrir start og neyslu
Aðalsteinn Baldursson,
formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ.
brigðisgeiranum en við viljum undir-
strika að starfsmenntunarþörfin er ekkert
síðri í fiskvinnslunni, jafn mikilvæg at-
vinnugrein og hún er. Það er krafist mik-
ils af fiskvinnslufólki og með aukinni
starfsmenntun og -þjálfun þá vonast ég
til að sjá laun fiskvinnslufólks á uppleið á
komandi árum.“
Eins og aðrir samningsaðiiar mun fisk-
vinnslufólk fá viðbótardag í orlofi og
sömuleiðis er hækkun á slysatryggingu.
Breyting á almennri launatöflu munu
líka hafa áhrif fyrir fiskvinnslufólkið því
röðun í flokka í töflunni verður ekki eins
þröng og afmörkuð og áður var. „Þetta
atriði tel ég að geti líka orðið til þess að
hækka launin almennt í greininni," segir
Aðalsteinn.
Loks er að geta þess ákvæðis í samn-
ingnum að fólk sem kemur með mennt-
un úr Fiskvinnsluskólanum og fer að
vinna í vinnslunni fær í öllum tilfellum
nám sitt metið í launum, hvaða starfi sem
það svo gegnir á viðkomandi vinnustað.
„Samningurinn fer nú til afgreiðslu hjá
félögum í aðildarfélögum VMSÍ og í
valdi hvers og eins að ákveða framhaldið.
Niðurstöðuna fáum við svo þann 29. apr-
íl," segir Aðalsteinn Baldursson.