Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Frá aðalfundi Útvegsmannafélags Austurlands á dögunum. Emil Thorarensen í ræðustól. Litið inn á aðalfund Útvegsmannafélags Austurlands: Síðasta ár ekki hagstætt útgerðinni - segir Emil Thorarensen á Eskifirði „Það er farið að há ís- lenskri útgerð tilfinnan- lega að ekki skuli hægt að ná kjarasamningum og færa þá til nútímalegra horfs vegna breyttra tíma, framfara og tækninýj- unga," sagði Emil Thorar- ensen formaður Útvegs- mannafélags Austurlands á aðalfundi þess á dögun- um. Mörg mál bar þar á góma og m.a. var ályktað um að Kvótaþing skyldi lagt nið- ur. Einnig var skorað á stjórn LIU að hún beiti sér fyrir því, þegar að því kemur að skipt verði heimildum úr kolmunna- stofninum, að stjórnvöld fari að lögum og gæti hagsmuna þeirra skipa sem aflað hafa sér veiðireynslu við veiðarnar. ímyndun og öfugmæli Emil Thorarensen var ómyrkur í máli þegar hann beindi spjótum að sjómanna- forystunni. „Hvaða vit er í því að ekki skuli hægt að fækka í áhöfn, án þess að útgerð þurfi þá að greiða færri mönnum hærri heildarlaun heldur en ef fleiri væru um borð. Ný og fullkomin skip eins og það sem Samherji hefur nýlega tekið í notkun er gott dæmi um skip sem ekki verður hægt að gera út nema nýir kjara- samningar náist,“ sagði Emil. Hann sagði einnig að horfur í kjaravið- ræðunum væru heldur ekki bærilegar og benti í því sambandi á að formaður Sjó- mannasambands Islands hefði sagt að út- vegsmenn hafi engan áhuga á að ná samn- ingum og bíði þess eins að verkfall skelli á, því stjórnvöld mundi koma að málinu með lagasetningu. „Þetta er auðvitað svo mikil ímyndun og öfugmæli, sem mest má vera,“ voru orð Emils. Ekki hagstætt útgerðinni „Síðastliðið ár hefur ekki verið hagstætt útgerðinni," sagði Emil Thorarensen ennfremur. „Olíuverð hefur hækkað úr öllu valdi og sligar orðið útgerðina, en mismunandi illa eftir veiðiskap. Enginn leið er að spá um hvenær olíuverð lækkar. Verð á lýsi og mjöli er ennþá í lægð, sem þrengir enn að útgerð loðnu- og kol- munnaskipa," sagði Emil. Hann gerði að umtalsefni skerðingu í þorskveiðiheim- ildum á yfirstandandi fiskveiðiári um 30 þúsund tonn - og skerðingu á raunar fleiri fisktegundum. „Hins vegar er ástæða er til að fagna aukinni úthafs- rækjuveiði, það sem af er nýbyrjuðu fisk- veiðiári og binda menn vonir við að stofninn sé að rétta það mikið út kútnum, að ástæða sé til að ætla að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar verði í þá veru að mælt verði með aukaúthlutun á næstu vikum." Veiðireynslan var að engu höfð TiUögur aðalfundar Utvegsmannafélags Austurlands voru samþykktar samhljóða. Sem áður segir snérist önnur þeirra um kolmunnaveiðarnar og í greinargerð segir að þau ár sem Islendingar hafa stundað veiðar á kolmunna, hafi sú útgerð gengið erfiðlega. Kostnaður verið mikill, veið- arnar hafi verið stundaðar með tapi og byrjunarörðugleikar ýmsir. Stjórnvöld hafi hvatt útgerðarmenn til að sinna veið- um úr kolmunnastofninum og öðlast þannig veiðireynslu svo þeir geti gert til- kall til hlutdeildar úr heildarstofninum þegar til skiptingar á honum kemur, það er milli þjóðanna sem tilkall gera. Er í því sambandi minnt á lög frá 1996 sem kveða á um að veiðireynslan eigi að gilda við skiptingu á stofnum, eins og kolmunna. I ályktuninni segir að þau lög hafi ver- ið í gildi þegar skipting á norsk-íslensku síldinni var ákveðin. „En þá brá svo við að Alþingi sá ástæðu til að fara ekki að þessum gildandi lögum. Veiðireynslan var að engu höfð og þess í stað úthlutað á afar umdeildan hátt, sem kunnugt er. Með tilliti til úthlutunar stjórnvalda á norsk-íslensku síldinni er full ástæða til að útgerðarmenn kolmunnaveiðiskipa hugi að framtíðinni þegar að skiptingu á stofninum kemur, enda eru kolmunna- veiðar eins og þær hafa hingað til gengið, hugsaðar sem langtímafjárfesting."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.