Ægir - 01.11.2000, Síða 27
ÆGISVIÐTALIÐ
„Gæfa okkar trillukarla var sú strax í byrjun að fá
hæft fólk til starfa á skrifstofu landssambandsins og
hún hefur alla tíð verið vel mönnuð. Smábátasjómenn
eru líka stoltir af því að hafa rekið sitt landssamband
allan þennan tíma án þess að byggja ofan á það eitt-
hvert heljarinnar skrifstofubákn því hér eru aðeins
þrír starfsmenn. Landssamband smábátaeigenda
verður því seint kallað skrifstofustórveldi," segir
Arthur um reynsluna af starfi LS.
„Eg hélt áfram að róa fyrstu árin eftir stofnun
landssambandsins, þrátt fyrir að félaginu yxi hratt
fiskur um hrygg og verkefnin yrðu sífellt meira að-
kallandi. Það reyndi strax á samstöðu smábátasjó-
manna og við fundum að með samstöðunni gekk
okkur best að ná árangri. Enn þann dag í dag sýna
smábátasjómenn þann félagslega þroska að standa
saman bak í bak þó svo að veiðikerfin séu að verða
áh'ka mörg og bátarnir," segir Arthur og heldur
áfram að velta vöngum yfir samstöðu smábátasjó-
manna í sínum hagsmunamálum. „Mér hefur satt
best að segja verið það látlaust undrunarefni að horfa
upp á samvinnuviljann hjá smábátamönnum. Sjálfur
er ég trillukarl og þekki hugsunarháttinn, þennan
„kóngur í eigin ríki“ hugsunarhátt, það að vera „einn
á báti“. Hjá okkur, eins og í öllum félögum eru þeir
til sem telja allt böl heimsins þeirra félagi að kenna
og þrátt fyrir að tekist sé á inni á félags- og aðalfund-
um þá tel ég LS birtast stjórnvöldum og almenningi
sem félag með sterka ásjónu og kraft. Og ekki hefur
veitt af,“ segir Arthur.
Valdimarsdómurínn veldur vandræðum
Hann segir engum vafa undirorpið að félagið hafi
þróast í rétta átt og skilað árangri. Aðstæðurnar í
hagsmunabáráttunni segir hann þó erfiðari í dag en
fyrir nokkrum árum og nægi aðeins að nefna nýleg
dómsmál því til stuðnings. „Valdimarsdómurinn
hefur til dæmis valdið okkur meiri vanda en orð fá
lýst og Vatneyrardómurinn staðfestir fiskveiðistjórn-
unarkerfið eins og það er. Ef ég væri í ríkisstjórn þá
gæti ég ekki hugsað mér þægilegri kvittun fyrir því
sem gert hefúr verið í fiskveiðistjórnunarmálum en
slíkan dóm. Allt gerir þetta okkar róður þyngri.
Ef við höldum áfram að bera saman starfsemi LS á
upphafsárunum við starfsemina í dag þá var á sínum
tíma mun meiri grasrótarlykt í landssambandinu en
nú er en hins vegar er okkar skipulag í aðgerðum
mun markvissara og betra. Það er dæmi um rétta þró-
un.“
Umhverfisáhrif veiðarfæra
eru eitt af stóru málunum
Starf Landssambands smábátaeigenda á sér víða hlið-
stæðu erlendis og til að mynda hefur félagið, jafn-
framt félagslegri uppbyggingu á heimavelli, tekið
þátt í stofnun samtaka strandveiðimanna við Norður-
Atlantshaf og Alþjóðasamtaka strandveiðimanna.
Fljótt á litið láta slík nöfn í eyrum eins og marklaus-
ar rabbsamkomur nokkrum sinnum á ári en Arthur
undirstrikar að baklandið sem íslenskir smábátasjó-
menn sæki sér á alþjóðavettvangi styrki þeirra víg-
stöðu heima á Islandi.
„Okkar markmið er að byggja upp félagsstarf á
breiðari grundvelli og við teljum það styrkja okkur
hér heima. Mín sannfæring er sú að stærsta umhverf-
ismál framtíðarinnar snýst um nýtingu heimshafanna
og að sá dagur mun koma að okkar rök fyrir eflingu
smábátaútgerðarinnar verði einmitt rök í umræðunni
fyrir ásættanlegri nýtingu auðlinda hafsins í framtíð-
inni. Notkun veiðarfæra mun spila lykilhlutverk og
mér finnst liggja í augum uppi að siðfræði verður að
vera hluti af spurningunni um veiðarfæri og veiðiað-
ferðir. Því miður finnst mér hagfræðingar ótrúlega
lokaðir fyrir því að siðfræði og hagfræði tengjast sam-
an þegar kemur að spurningunni um nýtingu haf-
anna. Eg trúi vart mínum eigin eyrum þegar ég heyri
mikilsráðandi menn reyna að færa rök fyrir því að
sleppa félagslegum þáttum mannlífsins út úr umræð-
unni um sjálfbæra nýtingu hafsvæðanna. Við erum
hluti af náttúrunni og til að náist einhver sjálfbærni,
eða sátt milli manns og náttúru, þá verðum að sjálf-
sögðu að taka þessa þætti inn. Skilningur smábátasjó-
manna á nálægðinni við náttúruna er mikill og sú
staðreynd mun hjálpa okkar málstað í framtíðinni,"
segir Arthur.
Veiðar, siðfræði og umhverfisumræða
Umhverfismálaumræðan í sjávarútvegi hefur vaxið
undanfarin ár en Arthur bendir á að smábátasjómenn
hafi á öllum sínum aðalfúndum ályktað um nauðsyn
víðtækra rannsókna á umhverfisáhrifum veiðarfæra.
Nú hljóti að vera kominn tími til, ekki síst í ljósi
nýtilkomins hafrannsóknarskips, að Hafrannsókna-
stofnun láti til skarar skríða í þessum þætti hafrann-
sóknanna.
„Að mínu viti eru umhverfisáhrif veiðarfæra eitt af
stóru málunum í sjávarútvegi í framtíðinni og ég
reyni að hugga mig við að það eru þó ekki nema 15
ár síðan við hófum að vekja máls á nauðsyn rannsókna
á þessum þætti. Slíkur tími er stuttur í fiskveiði-
sögunni og ég gef mér að dropinn holi steininn.
Raunar sýndist mér ég fá staðfestingu á því þegar ég
las skýrslu Auðlindanefndar og þar er þó að finna
texta þar sem örlar á skilningi á okkar sjónarmiðum,"
segir Arthur.
Fyndnar yfirlýsingar um
Auðlindaskýrsluna
Skýrsla Auðlindanefndar hefur verið mikið verið um-
rædd í sjávarútveginum og þjóðfélaginu öllu á und-
angengnum vikum. Sýnist sitt hverjum um innihald-
ið og Arthur fer ekki dult með þá skoðun sína að hún
valdi hreint engum straumhvörfum.
„Ég skal vera afskaplega hreinskilinn við þig. Mér
finnst þessi skýrsla marka álíka mikil þáttaskil í um-
ræðunni um sjávarútvegsmálin eins og að einn götu-
ljósastaur í viðbót í Reykjavík myndi marka txma-
mót í umferðarmenningu Islendinga."
- Semsagt algerlega gagnslaust plagg, að þínu
mati?
„Nei, alls ekki gagnslaust en þær skrautlegu yfir-
lýsingar sem komu í kjölfar útkomu skýrslunnar
þóttu mér vægast sagt afspyrnu íyndnar. Mér finnst
það grátlegt að horfa uppá skýrslugerð í tvö ár og
þegar gripið er niður í samantekt skýrslunnar er þar
að finna hreinar og klárar staðreyndavillur um sjáv-
arútveginn sem vel hefði verið hægt að koma í veg
fyrir að færu í skýrslu sem átti að skipta jafn miklu
máli fyrir greinina. Trúverðugleiki skýrslunnar hefðu
Vlötal:
Jóhann Ólafur
Halldórsson
Ljósmyndir:
Jóhann Ólafur
Halldórsson
og Þórhallur
Jónsson