Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2000, Page 31

Ægir - 01.11.2000, Page 31
VELBUNAÐUR SKIPA Merkúr hf. flytur inn Yanmar skipavélar: Japanir framarlega í hönnun skipavéla - segir Hrafn Sigurðsson, vélfræðingur „Yanmar vélarnar, sem við hjá Merkúr hf., flytjum inn eru japanskar og koma frá tveimur verksmiðjum hins gamal- gróna Yanmar —framleiðanda í Japan, annars vegar frá deild sem helgar sig vél- um frá 9 upp í 1500 hestöfl og hins veg- ar frá verksmiðju með stærri vélar, þ.e. allt að 4500 hestöflum. Við höfum um árabil verið í sölu á bátavélunum og höf- um haft sterka stöðu í þeim flokki en fyr- ir hálfu öðru ári tókum við líka við um- boði fyrir stærri vélarnar og erum að fikra okkur inn á þann markað," segir Hrafn Sigurðsson hjá Merkúr hf. Snemma á næsta ári er væntanlegt til landsins nýtt fiskiskip Aðalbjörns Jóakimssonar og er það búið 1200 hest- afla Yanmar-vél. Hrafn segist vænta þess að Yanmar- vélarnar eigi eftir að njóta vinsælda í stærri skipunum, ekkert síður en smábátunum, þar sem hönnun Japana sé fyrsta flokks og framar mörgum öðrum þjóðum. „Japanir eru í sérflokki hvað varðar hönnun og hafa reynslu af aðlögun vél- anna að hertum kröfum hvað varðar út- blástur og mengun. Sú reynsla gerir að verkum að nýju Yanmar-vélarnar eru með skírteini frá öllum stærstu flokkun- arfélögum í heimi og eru t.d. vel innan þeirra marka sem IMO-staðallinn um út- blástur fiskiskipa í Evrópu gerir kröfur um,“ segir Hrafn og leggur áherslu á að nýjasta þróun í Yanmar snúist um að vél- arnar séu eyðslugrannar og innan marka um útblástur. „Baráttan snýst að mestu um verð vél- anna og eyðslu. Umræðan er ekki enn komin á það stig að kaupendur velji vél- ar eftir því hvernig þær standa gagnvart kröfunum um útblástur. Eins og allir vita erum við Islendingar að reyna að fá undanþágu frá Kioto-bókuninni vegna losunar mengandi efna frá fiskiskipum en það breytir ekki því að kröfurnar hljóta að fara vaxandi hvað varðar útblástur skipavéla og vélaframleiðendur munu þurfa að standast þær kröfur. Mikilsverð- ast hlýtur að vera að fá vélar þar sem sam- an fer hreinni útblástur og minni olíu- eyðsla. Uppbygging eldri skipavélanna er þannig að til að ná útblásturskröfum þá Skipavél frá Yanmar. þurfti hreinlega að auka eldsneytismagn- ið en nýjasta hönnun Yanmar gerir allt í senn, þ.e. að skila sparneytni, hreinni út- blæstri, minni hávaða og lágmarks titr- ingi. Það undirstrikar hversu framarlega japanskir vélahönnuðir eru,“ segir Hrafn. Hrafn Sigurðsson hjá Merkúr hf. 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.