Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 44

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 44
SKIPASTÓLLINN Skjóskilja, snurpuspil, 18" dæla ofl. fyrir framan brú. Vinnslubúnaður - uppsjávar- og bolfisks Fyrirkomulag á vinnslulínum um borð er hannað hjá Teiknistofu KGÞ á Akureyri. Um er að ræða vinnslulínu ril að flaka eða heilfrysta allan bolfisk og hluta uppsjávarfisksins. Þá er gert ráð fyrir vinnslulínu fyrir rækju og verður sá búnaður settur í skipið síðar. Heildarafköst í frystingu eru áætluð um 120 tonn á sólar- hring. Fyrir vinnslulínu á upp- sjávarfiski eru Tendos loft- tæmidælukerfi fyrir hráefnisflutn- inga frá lestum til vinnslu, Style flokkari sem afkastar allt að 30 tonnum af loðnu á klst eða 60 tonnum af síld á klst. Tendos flutningskerfið verður einnig not- að við vinnslu á bolfiski og rækju. Flökunarvélarnar verða þrjár til fjórar frá Baader til að uppfylla markmiðið um 120 tonn á sólar- hring í afköstum. Vogir og voga- kerfi eru frá Skaganum og Marel, safnkör frá Tendos og færibönd frá Skaganum. Allur bolfiskur verður flakaður eða heilfrystur. Flökin verða millilögð eða laus- fryst en karfi og grálúða heilfryst. Vinnslulína fyrir síld samanstend- ur af tveimur samstæðum frá Baader. Þær eru 2x484 matarar, 235 flökunar- og 56 roðflatnings- vélar. Hin Baader samstæðan er 2x483 matarar fyrir minni síld og 36 flökunarvélar. Baadervélar fyr- ir bolfisk og karfa eru 185 flökun- arvél, 429 hausari, 135 karfaflök- unarvél. Lausfrystirinn, með innmötun og útgang, er frá Formax hf. Hann afkastar allt að 1100 kg/klst. Frá MMC-Fiskitækni eru 7 lá- rétt frystitæki með samtals 560 pönnum. Afköst þeirra eru um 100 tonn á sólarhring. Lestar og hráefnistankar Lestarými skipsins eru; 1197 m? frystiiest í miðju skipsins og 8 sjókælitankar sem eru samtals 1190 m3 úti í síðum og framan við frystilest. Að auki eru upp- stilling á togþilfari sem tekur um 500 ml bræðsluhráefnis og 86 m3 fiskimóttaka. Samtals er rúm fyrir um 3000 m? af bræðsluhráefni ef öll rými eru nýtt. I frystilestinni er tvöföld vörulyfta frá MMC- Fiskitækni. Afurðum er staflað á vörubretti á vinnsluþilfari og plastrúllað. Þá er fullt vörubretti sent niður í lest með vörulyftunni þar sem lyftari flytur brettið og staflar í lestina. Sami háttur er hafður á við losun úr frystilest. Þrír af 7 plötufrystum. Plötufrystarnir afkasta um 100 tonnum á sólarhring. Vélarúm og vélbúnaður Aflvélabúnaður Vilhelms Þor- steinssonar EA er gríðarlega mikill. Samanlagt afl dieselvéla er um 7,240 MW eða 9850 hestöfl. Til samanburðar er Lagarfljóts- virkjun á Austurlandi 7,500 MW. Aðalvélarúmið er í afturskipi. Það er rúmgott og ekki fer sérlega mikið fyrir aðalvélinni stóru. Bak- borðsmegin í vélarúmi er stjórn- klefi vélarúms með rafmagnstöfl- um og uppgangi upp í stakka- geymslu á togþilfari. Stjórnborðs- megin í vélarrúmi er sérstakt lok- að rými fyrir kælivélar sem nota kælimiðilinn amoníak. Ljósavél- unum er komið fyrir á aðalþilfari bakborðsmegin aftast í lokuðu rými. Á togþilfari í bakborðssíðu- húsi eru vökvadælurnar fyrir vökakerfi vinda og krana á aftur- skipi. I framskipi á aðalþilfari er dælurými fyrir vökvadælur og fyrir vökvakerfi snurpuspila, þil- farskrana ofl. Undir aðalþilfari fremst í skipinu er vélarúm fram- skips. Þar eru bógskrúfa, ískrapa- kerfi, kælivélar með kælimiðilinn R-507, botnstykki og ískrapa- tankur miðskips. Aðalvél skipsins og skrúfubún- aður er frá Wártsilá. Aðalvélin er Wártsilá 12V32, 5520 kW (7500 hö) við 750 sn/mín. Niður- færslugírinn er af gerðinni SCV95

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.