Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 63

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 63
61 Hér á eftir fer yfirlit yfir helztu mál, sem stúdentaráðið hafði með að gera á starfsárinu. Hátiðahöldum stúdenta 1. des. var hagað á svipaðan hátt og tiðkazt hafði undanfarin ár. Forsœtisráðherra, Hermann Jónasson, hélt ræðu af svölum Alþingishússins og minntist fullveldisins. Stúdentaráðið tók lil athugunar fyrirkomulag á úthlutun náms- og húsaleigustyrkja við háskólann. hað aflaði sér upplýsinga frá öðr- um háskólum á Norðurlöndum um það, hvernig úthlutún styrkja væri þar hagað. I samræmi við þessar upplýsingar voru síðan samdar til- lögur, sniðnar eftir staðháttum hér, um breytingar á gildandi reglu- gerð um úthlutun áðurnefndra styrkja. Tillögur þessar voru svo send- ar háskólaráði til umsagnar. Háskólaráðið tók liklega i málið og lét út- búa eyðublöð fyrir styrkumsóknir og fjárhagsvottorð i nýju formi, eftir tillögum stúdentaráðs. Einnig samþykkti háskólaráðið, að nefndir kosnar úr hópi stúdenta skyldu fá styrkumsóknir stúdenta til umsagn- ar, og gera siðan sínar tillögur um styrkúthlutunina. Stúdentaráðið væntir þess, að eftir þessar breytingar verði réttlát úthlutun styrkj- anna betur tryggð en áður. Um heildartillögur stúdentaráðs i þessu hiáli vísast annars til skjala stúdentaráðsins. Ráðið beilti sér fyrir því, að stúdentar fengju afslátt af aðgangs- korlum að sundhöll Reykjavikur. Frá sundhöllinni fékkst afsláttur, af mánaðarkortum, sem nam kr. 3.50. Einnig samþykkti íþróttafélag Há- skólans, fyrir atbeina ráðsins, að veita kr. 1.00 styrk á hvert mánað- arkort, svo að stúdentar gátu fengið mánaðarkort fyrir kr. 4.00 í stað kr. 8.50. Síðasta vetrardag héldu stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur í sameiningu dansleik að Hótel Rorg. Ágóði af dansleik þessum varð lítill sem enginn. Stúdentaráð gekkst fyrir þvi, að stúdentar tækju að sér að sjá um efni lil flutnings í Ríkisútvarpinu að kvöldi hins síðasta vetrardags. Þar voru fluttar ræður, lesnar upp sögur, söngvar sungnir og leikið á liljóðfæri. Skemmtikvöld þetta þótti vel takast, og væri æskilegt að stúdentar sæju sér fært framvegis að sjá um útvarpskvöldskrá að minnsta kosti einu sinni á vetri. Síðla vetrar var haldin boðsundskeppni, sem stúdentaráðið stóð fyrir, milli allra framhaldsskólanna hér i bæ. Keppt var í 20 manna sveitum, um bikar, er stúdentaráðið hafði gefið. Sveit stúdenta sigraði. Ætlunin er að slik keppni sé látin fram fara á hverjum vetri. Úr Stúdentaskiptasjóði voru Svavari Hermannssyni, stud. chem. veittar kr. 400.00 og Geir Reyni Tómassyni, stud. med. dent. kr. 350.00. Báðir fóru þeir í skiptum við þýzka stúdenta. Fleiri en þessir tveir sóttu ekki um styrk úr sjóðnum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.