Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 6
4
höfuðvirki íslenzks sjálfstæðis og' menningarlifs. Yér lítum
þannig á, að með bygging þessari sé aðeins lokið einum, en
mikilvægum, þætti í því sköpunarverki Háskóla Islands, er
núverandi kynslóð stehdur að. Ég' liygg, að allir muni skilja
til hlítar, að vor fámenna þjóð getur því aðeins vænzt að
lialda sjálfstæði sínu, að vísindi og listir skipi hinn æðsta
bekk í þjóðlífinu, að þau fái að þróast og dafna og' að vér
gerumst þess umkomnir að ávaxta arf fortíðarinnar og'
skapa framtíð vora á þeim trausta grundvelli, er forfeður
vorir hafa lagt. Svið vísinda og lista er sá vettvangur, er við
getum keppt á við aðrar menning'arþjóðir, og takmark vort
lilýtur að vera að sækja fram i þeirri göfugu samkeppni, þar
sem moldviðri stjórnmála og' flokkadrátta truflar ekki heið-
ríkju andans, þar sem gáfur og' snilli eru metnar að verð-
leikum. Á þeim vettgangi ganga þeir menn fram, er lialda
uppi menningu sinnar þjóðar og' eru þess stundum einir
megnugir, á örlagastund, að ijjarga sæmd hennar og sjálfs-
virðingu frá glötun. Vér fögnum þeirri þróun, er orðið hefur
í sög'u liáslcóia vors á hinu stulta æviskeiði hans. Vér fögn-
um því, að unnt hefur verið að koma upp stúdentagarði,
rannsóknarstofu læknadeildar, atvinnudeild og þessari
iiöfuðbyggingu. Þessi verkefni eru nú leyst, en önnur ný
taka við, og þau öfl, sem störfuðu að lausn þessara mála,
munu nú leysast lir læðingi og' geta snúið sér að viðfangs-
efnum framtíðarinnar. Byggingamálin munu nú lögð til
hliðar þangað til um liægist, en háskólinn hefur þegar
markað stefnu sína á ókomnum árum, m. a. um byggingar
kennarabústaða og' nvs stúdentagarðs, þegar þörf gerist.
Samhliða þessu ytra sköpunarverki liefur hin innri sköpun
þróazt á undanförnum árum. Rannsóknarstofa læknadeildar
iiefur mikilsverð störf með höndum, ekki sizt í þágu íslenzks
landbúnaðar og er nú orðinn ómissandi liður í íslenzkum
þjóðarbúskap. Hefur hún eflzt og skapazt fvrir ötula for-
göngu og' dugnað núverandi forstöðumanns. Atvinnudeildin
er skemmra á veg komin, en þar eru nú gerðar merkilegar
rannsóknir og ótal verkefni bíða hennar á ókomnum árum.