Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Blaðsíða 55
53
Æviágrip dr. med. Júlíusar Sigurjónssonar.
Júlíus Sigurjónsson er fæddur 26. des. 1907 i Grenivík. Foreldrar:
Sigurjón Jónsson liéraöslæknir og Sigríður Ólafsdóttir kona hans.
Stúdent frá menntaskólanum i Reykjavík 1926. Embættispróf i læknis-
fræði við Háskóla íslands vorið 1931. Diploma of Bacteriology við
University of London 1932. Var erlendis frá því uin liaustið 1931 til
ársloka 1933 (London, Berlín, Wien), með styrk frá Rockefeller Founda-
tion í 2 ár. Aðstoðarlæknir í Rannsóknarstofu liáskólans 1934—1936.
F’ór þá utan og var erlendis rúmlega eitt ár (Kaupmannahöfn og Ham-
borg). Sigldi haustið 1938 með ferðastyrk frá Rockefellerstofnuninni
til þess að kynnast ýmsum heilsufræðistofnunum. Aukakennari í lieil-
brigðisfræði við Háskóla íslands frá því haustið 1937 og hefur veitt
Malvælaeftirliti rikisins forstöðu frá sama tíma. Hefur nú með hönd-
um manneldisrannsóknir á vegum manneldisráðs. Kvæntist 1934 Berg-
ljótu Patursson frá Ivirkjuliæ í Færeyjum.
X. SÖFN HÁSKÓLANS
Háskólabókasafn.
Bækur háskólans voru fluttar í hin nýju húsakynni síðara
hluta ágústmánaðar og í september 1940; var því næst unnið
að röðun bókanna og því lokið og safnið tekið til afnota
1. nóv. 1941. Við það tækifæri liélt rektor ræðu, og lýsti hann
þar sögu safnsins og tilgangi (ræðan er prentuð í Morgun-
blaðinu 2. nóv. 1940). Um notkun safnsins setti háskólaráðið
reglur til bráðaliirgða, og eru þær prentaðar hér á hls. 81—82.
Bækur safnsins eru um 640 m. eða 31000 bindi (að með-
töldum sérprentunum); þar af er allstórt handbókasafn sett
á lestrarsalinn (70 m., um 1900 bindi). Sumt af þessum bók-
um hefur háskólinn eignazt að gjöf, og er þar fyrst og fremst
að nefna þessar bókagjafir: rit guðfræðilegs efnis úr eigu
sr. Friðriks Bergmanns og sr. Sofusar Thormodsæters (6150
bindi), málfræðirit úr eigu próf. Arwids Johansons i Man-
chester og loks allt bókasafn próf. Finns Jónssonar (um 7500
bindi), — annað hefur verið keypt smám saman.
Til að veita safninu forstöðu var ráðinn dr. Einar Ól.