Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Blaðsíða 50

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Blaðsíða 50
48 Slésvíkurniálanna árin 1914—1920, byggða á skjallegum heimildum (sjá skrá yfir rit min). Þegar á skólaárum mínum hafði ég orðið hugfanginn af fornís- lenzkum bókmenntum og skáldskap af þeirri litlu viðkynningu, sem við fengum af þeim í skólanum. Þegar ég að loknu stúdentsprófi fékk Garðvist, var þar, eins og lög gera ráð fyrir í þá daga, allmikið af íslenzkum stúdentum, flestir hinir ágætustu menn, sem hafa orðið ís- lenzku þjóðlifi stórnýtir, og sumir þeirra hafa staðið i fremstu röð landa sinna. Um þær mundir var umgengni milli íslenzkra og danskra stúdenta á Garði meiri en oft endranær, og áhugi minn á islenzkum bókmenntum oili því, að ég sóttist eftir umgengni við íslenzka stúdenta á Garðinum, og varð ekki vonsvikinn af; ég þori að fullyrða, að ég' umgekkst þá miklu meir en flestir aðrir landar mínir meðal Garðbúa. Ég var svo lánssamur, að það tókst vinátta með mörgum islenzkum Garðbúum og mér, sem lielzt óskert enn í dag, og léttu þeir mér að- komuna, er ég settist að liér allsókunnur 1924. Hjá þeim kynntist ég íslenzkum hugsunarhætti og laðaðist að honum, af þeim lærði ég málið, og þeir leiddu mig inn í forgarð ný-íslenzks skáldskapar, og hefir ' áhugi minn á honum aldrei dvínað síðan. Þá gefur að skilja, að það liefur síður en svo dregið úr áhuga minuni á íslenzkum skáld- skap, að hin ljóðelska og göfuglynda kona min er af hreinu islenzku bergi brotin. Sérstaklega tiefir skáldskapur Jónasar Hallgrimssonar vakið aðdáun mina, og ég liefi ritað ýmsar greinar á íslenzku um skáldskap hans og flutt erindi um hann (sbr. skrána um ritverk min). íslenzkur skáldskapur vakti löngun mina til þess að kynnast islenzkri náttúru, og ég lióf þvi ferðir víða um land, og hefi meðal annars lagt leið mína um þann part óbyggðanna vestan við Vatnajökul, sem fáir annars sækja heim. Þessum ferðum mínum hef ég lýst i allmörgum blaða- og timaritsgreinum liér og erlendis. Það fer margt öðruvisi en ætlað er, og ekki sízt hefi ég mátt sanna það á sjálfum mér. Það var i öndverðu hugsjón mín og ásetningur að helga starf mitt fræðimennsku, en örlögin réðu þvi öðruvisi. Ég gerð- ist embættismaður, og síðan i upphafi ófriðarins mikla liafa embættis- störf min verið svo timafrek, að fræðistörfin liafa orðið að sitja á hakanum. Þegar ófriðurinn mikli skall á, var ég langt kominn að semja doktorsritgerð, en eftir það vannst mér ekki tími til að ljúka henni. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig. Það var mér því, þegar af þeirri ástæðu, liið mesta gleðiefni, að þessi gamla von mín rættist óvænt, er ég var tekinn að reskjast. Hitt var mér þó enn meira virði, svo að ég get naumast hugsað, að mér þætti annar sómi meiri, að há- skóli þess lands, sem ég hefi liinar mestu mætur á, háskóli þeirrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.