Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Qupperneq 12
10
til fyrra hluta prófs á Norðurlöndum. Kennslumálaráðu-
neytið féllst á tillögur háskólaráðs og verkfræðingafélags-
ins og heimilaði að verja 7000 kr. á þessum vetri til kennsl-
unnar.
Var kennsla þessi hafin i nóvembermánuði, og voru 8
stúdentar skrásettir til þess náms.
2. Viðslriptcifræði og hagfræði. Þá óskaði háskólaráð að
taka upp kennslu í viðskiptafræðum með svipuðu sniði og í
Viðskiptaháskóla Islands, enda höfðu stúdentar þess skóla
eindregið óskað eftir því, að háskólinn tæki upp kennslu í
þessum fræðum, og Viðskiptaháskólinn yrði þá lagður nið-
ur. Ennfremur var um það rætt, livort fært væri að taka
jafnframt upp kennslu í Iiagfræði til fullnaðarprófs. Fékk
rektor Gylfa Þ. Gíslason hagfræðing til þess að semja álits-
skjal um kennslu og próf í viðskii)tafræðum og liagfræði,
og fól háskólaráð síðan Þorsteini hagstofustjóra Þorsteins-
svni, dr. Oddi Guðjónssyni og Sverri Þorhjarnarsvni að at-
huga tillögur þessar i samráði við Gylfa Þ. Gislason og semja
frumvarp til hreytinga á háskólalögunum og reglugerðinni
um lcennslu og próf i þessum greinum. Töldu þeir fært að taka
þegar upp kennslu í viðskiptafræðum næsta haust (1941),
en kennsla i hagfræði til fullnaðarprófs þvrfti liins vegar
nokkru meiri undirbúnings. Fékk báskólaráð flutt á Alþingi
frumvarp til brevtinga á háskólalögunum um kennslu í
þessum fræðum, og varð frumvarpið að lögum. Um sumarið
voru sett viðbótarákvæði i reglugerð háskólans um kennslu
og fullnaðarpróf í viðskiptafræðum. Var próf haldið í júní
mánuði, og gengu undir það 6 stúdentar, sem stundað höfðu
nám i Viðskiptaháskólanum, en ein prófgrein (ritgerð) var
þó látin híða til hausts. Samið var yfirlit um nám í viðskipta-
fræðum, og er það prentað á hls. 77—81. Kennsla i hagfræði til
fullnaðarprófs var hins vegar ekki tekin upp.
3. lþróttakennsla. Háskólaráðið kom, með samþvkki
kennslumálaráðuneytisins, á fót íþróttakennslu fvrir stúd-
enta; var kennt sund, leikfimi og handknattleikur. Kennari