Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 14
12 Haralds Níelssonar fyrirlestur flutti próf. dr. Sigurður Nordal 30. nóv. um trúarlíf séra Jóns Magnússonar. Dr. phil. Þorkell Jóhannesson flutti 3 fyrirlestra: Upphaf prentvérks ú íslandi, ullariðnaður til forna og rauðablástur á íslandi. Dr. theol. Eiríkur Albertsson flutti veturinn 1939—1940 og 1940—1941 flokk fyrirlestra um frumkristnina. Ræðismaður Frakka, lierra II. Voillery, flutti 4 fyrirleslra um franska málaralist frá 1800. Sendisveitarráð C. A. Brun flutti 3 fyrirlestra um utanríkis- málastefnu Dana 180k—1870. Hallgrímur Helgason tónskáld flutti 4 fyrirlestra um tónlist. Cand. mag. Þórhallur Þorgilsson flutti 3 fyrirlestra um Spáin og spænskt þjóðlíf. Rektorsfesti. Fvrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavíkur létu nokkur félög og menn í Revkjavík gera fagra gullfesti og gáfu háskólanum. Er til þess ætlazt, að rektor háskólans beri hana á herðum við liátíðleg' tækifæri. Festin var afhent 1. vetrardag 1941 (26. okt.) í kennarastofu háskólans, að við- stöddum háskólakennurum og nokkrum gefendanna, rétt áður en háskólahátiðin hófst. Próf. Guðbrandur Jónsson hafði orð fyrir framkvæmdanefnd gefendanna og afhenti rektor festina, en rektor þakkaði. Gefendur voru þessir: Dr. jur. Eiuar Arnórsson hæstaréttardómari, dr. phil. Frank le Sage de Fontenay sendiherra, próf. dr. phil. Guðjón Samú- elsson húsameistari, herra Marteinn Meulenherg biskup, Læknafélag Reykjavíkur, Málflutningsmannafélag íslands, Prestafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands. Kvikmyndahús. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti háskólanum leyfi til reksturs kvikmvndahúss, eftir heiðni háskólaráðs, shr. Arhók 1939—1940, hls. 18. Kaus háskólaráð á fundi 20. des. 1940 prófessorana Bjarna Benediktsson, Jón Hj. Sigurðs- son og Niels Dungal til þess að hafa framkvæmdir í málinu. í stað próf. Bjarna Benediktssonar starfaði cand. jur. Gunnar

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.