Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 32

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 32
30 Prófessor Ásmundur Guðmundsson fór með vfirheyrslu og viðtali yfir: 1. Spádómsbók Jesaja, ö stundir í viku haustmisserið. 2. Markúsarguðspjall eftir gríska textanum, 10 fvrstu kapítulana, 6 stundir í viku frá upphafi vormisseris til loka marzmánaðar. 3. Flutti 6 erindi á viku í aprílmánuði um trúarsögu ísra- els frá öndverðu og til 750 f. Kr. Dósent Sigurður Einarsson. 1. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir kristilega trúfræði 5 stundir i viku bæði misserin. 2. Kenndi prédikunarfræði og ræðugerð 2 stundir í viku síðara misserið. 3. Kenndi helgisiðafræði og messugerð 2 stundir í viku siðara misserið. 4. Hafði barnaspurningar með eldri stúdentum 1 stund í viku bæði misserin. Yfirkennari Kristinn Armannsson. 1. Fór yfir með byrjöndum: a) K. Hude: Græsk Elementærbog. b) Berg og Hude: Græsk Formlære. c) 60 bls. í Austurför Kgrosar eftir Xenophon, og d) Varnarræðu Sókratesar eftir Platon, bls. 1—20, 5 stundir í viku bæði misserin. 2. Fór vfir með eldri nemöndum: a) Höfuðatriði grískrar setningafræði. ]>) Varnarræðu Sókratesar. c) Marki'isarguðspjall, 5 stundir i viku fvrra misserið. Söngkennari Sigurður Birkis kenndi nemöndum ión og söng. Organleikari Páll ísólfsson kenndi organleik, 2 stundir í viku. Elztu nemendur böfðu skriflegar æfingar.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.