Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 42
40 II. í handlæknisfræði: Drep í fæti. Orsakir, einkenni og meðferð. III. 1 réttarlæknisfræði: Gerið grein fyrir þeiin áverkum á líkum, sem helzt getur orðið vafi um, hvort sé úr lif- anda lifi eða ekki, og hvernig unnt er að úrskurða, hvort heldur sé. Prófinu var lokið 23. maí. Prófdómendur voru læknarnir Mattliías Einarsson og dr. med. Halldór Hansen. Lagadeildin. I. Embættispróf í lögfræði. í lok fvrra misseris luku 9 kandídatar embættisprófi i lögfræði. Skriflega prófið fór fram 7., 9., 10., 11. og 13. janúar. Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: I. I 7. borgararétti: Hverjir eru skylduerfingjar og hver er réttur þeirra? II. í II. borgararétti: Lýsið reglum siglingalaganna um stöðuumboð skipstjóra. III. í refsirétti: Skýrið 63. gr. hegningarlaganna frá 1869. IV. I stjórnlagafræði: Lýsið reglum stjórnarskrárinnar um þingrof. V. í réttarfari: Hverjar eru verkanir fjárnáms. Munnlega prófið fór fram 22., 23., 24. og 25. janúar og 1. febrúar. Prófdómendur voru hæstaréttardómararnir dr. Einar Arnórsson, dr. Þórður Eyjólfsson og Gissur Bergsteinsson. 1 lok síðara kennslumisseris luku 5 stúdentar embættis- prófi í lögfræði. Skriflega prófið fór fram 2., 3., 5., 6. og 8. maí. Verkefni í prófinu voru þessi: I. í I. borgararétti: Skýrið 25. gr. erfðatilsk. frá 1850.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.