Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 54

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 54
52 .veitt lausn frú embætti 1. okt. 1936, en gegndi þvi tii 1. febr. 1937 og kenndi þó lieiibrigðisfræði fram undir árslok 1937. Auk kennarastarfsins hefir Guðmundur Hannesson unnið að ýms- um áhugamálum sínum eftir að hann fluttist suður. 1913 benti hann á, að nauðsyn bæri til að einangra alla stein- og steypuveggi i íbúðar- húsum og mælti með tvöföldum tróðveggjum og mótróði. Þessi aðferð hefir verið notuð síðan á flestum sveitabæjum með nokkrum tiibreyt- ingum. Árið 1919 ritaði hann bækling um skipulag sveitabæja og 1921: Steinsteypa. Leiðbeiningar fyrir alþýðu og viðvaninga. Árið 1916 ritaði liann bók um skipulag bæja (kaupstaða og kauptúna) og benti á, hver liáski vofði yfir bæjum vorum vegna skipulagsleysis. Síðar samdi hann skipulagslögin frá 1921, og hafa nú flestir bæir fengið lögmæta skipulagsuppdrætti. Fram að 1920 höfðu engir mannfræðingar rannsakað íslendinga og var því fátt vitað með vissu um liæð þeirra, líkamsbyggingu, litar- lnitt o. fl. Engum stóð það nær en háskólanum, að fylla þetta skarð að nokkru, og varð þetta til þess, að liann mældi hér rúml. 1000 karla á árunum 1920—23. Hann ritaði síðan bók um þessar rannsóknir (Körper- ' masze und Körperproportionen der Islander, Rvk 1925) og vakti liún talsverða athygli erlendis. Um heilbrigðismál hefir hann ritað margt og meðal annars samið lieilbrigðisskýrslur 1911—1928. Árið 1921 var hann settur landlæknir. Hann hefir látið sér annt um félagsmál og fræðslu lækna, var i rit- stjórn Læknablaðsins 1915—21, formaður Læknafélags Reykjavíkur nokkur ár og formaður Læknafélags íslands 1918—34, sem gerði hann að lieiðursforseta, er hann lét af því starfi. Þá hefir hann setið i skipu- lagsnefnd frá 1922—1938. Þingmaður Húnvetninga var hann 1914—15 og hefir ritað margt um þjóðfélagsmál. Hann er heiðursfélagi í „Medicinsk Selskab" i Kbh. og Hamborgar- háskóli sæmdi hann heiðurspeningi úr gulli. Um ritstörf hans 1911—1940 sjá annars Skrá um rit háskólakennara. Rvk. 1940. IX. DOKTORSPRÓF Á fundi 13. marz 1940 samþykkti læknadeild aÖ leyfa Júlíusi lækni Sigurjónssyni að verja fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði ritgerð sina Stadies on the Human Thyroid in Iceland. Vörnin fór fram laugardaginn 19. okt. 1940. And- mælendur ex officio voru prófessorarnir Niels Dungal og Jón Steffensen.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.