Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Síða 56
Sveinsson. Til hjálpar við röðun o. fl. g'áfu sig frani sjálf-
boðaliðar úr hópi stúdenta: stud. tlieol. Jens Benediktsson,
stud. jur. Benedikt Bjarldind og Logi Einarsson, en þó eink-
um og sér i lagi frú Lea Eggertsdóttir. Til lijálpar bókaverði
við daglega vinnu á safninu voru fengnir tveir stúdentar,
sem voru tvo tíma á dag hvor og var goldið kaup fyrir. Þeir
voru þessir: stud. jur. Eiríkur Pálsson og siðar stud. jur. Unu-
steinn Beck, og stud. mag. Andrés Björnsson og síðar stud.
mag. Bjarni Einarsson.
Safnið var opið bvern virkan dag, að frádregnum 8.—18.
febr., þegar samkomubann var vegna kvefsóttar. Stúdentar
fengu leyfi til að sitja í lestrarsal á morgnana (kl. 9—12 árd.)
og lögðu þeir til sérstaka gæzlumenn. Annars var safnið opið
kl. 1—7 sd. Gestir á lestrarsal 4974, bókalán 1055 bd., er skipt-
ast þannig í flokka: Bit almenns efnis 114, heimspeki 10,
guðfræði 180, lögfræði og félagsfræði 189, málfræði 36, nátt-
úruvísindi 2, læknisfræði 344, listir 4, bókmenntir og bók-
menntasaga 105, sagnfra'ði 71 (handbókasafn á sal skýrir,
hvers vegna tala gesta er svo miklu hærri en bindatala).
Kennurum báskólans og stofnunum, sem honum eru tengd-
ar, voru lánuð til afnota utan lestrarsals 338 bd. (flokkar:
almenns efnis 21, guðfræði 34, lögfræði 72, málfræði 18,
náttúruvísindi 1, læknisfræði 82, bókmenntir og bókmennta-
saga 85, sagnfræði 25 bd.).
Til sérstakra vísindaiðkana var nokkrum mönnum veitt-
ur aðgangur að sérlestrarstofu. Voru gestir þar 176, en notuð
rit (auk bandbóka) 582 bd. (þar af rit almenns efnis 50,
guðfræði 243, lögfræði 168, málfræði 30, læknisfræði 2, bók-
menntir og bókmenntasaga 23, sagnfræði 66 bd.).
Guðfræðinemar böfðu sérstaka lesstofu. Gestir 184, notaðar
bækur 153 bd., allt úr guðfræði; bandbækur standandi 17
bd. Umsjón með lesstofunni bafði stud. theol. Jens Bene-
diktsson.
Bókasafn dr. Benedikts Þórarinssonar var flutt í bíbýli
háskólans á útmánuðum 1941 og komið fvrir í sérstökum
sal, sem því bafði verið ætlaður.