Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 76

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 76
74 hefur verið í Gamla Bíó. Að lokum var dansleikur að Hótel Borg, og fór hann hið bezta fram. Utvarpskvöldi háskólastúdenta gekkst ráðið fyrir síðasta vetrardag. Þar voru flutt ávörp og erindi, söngur, liljóðfærasláttur og gamanþáttur. Fjárhagur stúdentaráðsins má teljast sæmilegur. í sjóði við lok þessa starfsárs voru kr. 5222.75. Á árinu aflaði stúdentaráðið sér nokkurra muna, sem nauðsynlegir voru vegna starfsemi þess. Auk þess, sem að framan er talið, hafði ráðið ýms mál með höndum, sem ekki þykir ástæða til að geta nánar um. Reykjavik, 30. okt. 1941. Þorgeir Gestsson. Skýrsla um íþróttaiðkanir stúdenta veturinn 1940—1941. Fimleikaæfingar fóru fram alla daga vikunnar, nema laugardaga. Kennsla liófst um 1. nóv. og stóð til aprílloka. Kennari var Benedikt Jakobsson. 1 húsi Jóns Þorsteinssonar voru handknattleiksæfingar á þriðjud. og föstud. kl. 10—11 e. h. og badminton á sunnud. kl. 10—1Í! f. h. I miðbæjarbarnaskólanum var iðkuð leikfimi á mánud. og miðvikud. kl. 10—11 e. h. Á mánud., miðvikud. og fimmtud. voru iðkaðir fimleikar frá kl. 11—12 f. h. í iþróttahúsi í. R. við Túngötu. Stúdentar sóttu leik- fimitíma illa, en handknattleikstímarnir voru sæmilega sóttir. Hand- knattleikskeppni fór fram milli framhaldsskólanna í Reykjavík í april- mánuði, og tók háskólinn þátt í henni og var næst-hlutskarpastur, en menntaskólinn vann. Eftirtaldir stúdentar tóku þátt i liandknattleiks- keppninni: Brandur Brynjólfsson, Björgvin Bjarnason, Bjarni Konráðs- son, Ásgeir Magnússon, Eggert Thorarensen og Jón Bergmann. Að þessu sinni tóku stúdentar ekki þátt í landsmóti í handknattleik vegna þess, hve margir þeirra voru i kappliðum annarra félaga. Landsmótið hófst 27. marz, og fór það fram á sömu tímum og liandhnattleiksæfingar stú- denta voru, svo að þær féllu niður frá þeim tíma, þar sem mótið var háð i liúsi Jóns Þorsteinssonar. Reynt var tvívegis að heyja knattspyrnu- keppni milli menntaskólans og háskólans, en menntaskólapiltar komu hvorugt skiptið til leiks. Sundæfingar voru hafðar 2 í viku, miðvikud. kl. 2—3 e. h. og laugard. kl. 10—11 f. h. Kennsla liófst um 20. nóv. og stóð fram til 7. apríl. Sund- kennarar sundhallarinnar önnuðust kennsluna. Frá 20. nóv. til 3. marz var kennt bringusund, en þá fór fram boðsundskeppni í hringusundi milli framhaldsskólanna i Reykjavik, sem lauk með sigri Iðnskólans, en háskólinn var dæmdur úr leik vegna formgalla. Keppt var um nýjan bikar, sem stúdentaráðið gaf. Keppendur frá háskólanum voru: Hannes

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.