Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 83

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Page 83
81 framan), iðnaðarrekstursfræði (I, 2, A), verzlunarrekstursfræði (I, 2, B), bankarekslursfræði (I, 2, C), samningu og gagnrýni efnaliagsreikn- inga (að meðtaldri meðferð kostnaðar i bókhaldi og kostnaðarreikningi fyrirtækja) (VII, 2 og 3), viðskiptareikningi og tölfræði er haldið próf í lok hess misseris, sem yfirferðinni er lokið á. I£r stúdentum ráðlagt að ljúka prófi í alm. bókfærslu, viðskiptareikningi og einni grein sér- greindrar reksturshagfræði þegar í lok annars misseris. Þá er þeim enn fremur ráðlagt að ljúka prófi i forspjallsvísindum í lok annars misseris og afla sér þegar á fyrsta ári vottorðs um þátttöku í námskeiði í vél- ritun. í lok 4. misseris er stúdentunum ráðlagt að Jjúka prófi í samningu og gagnrýni efnaliagsreikninga, annarri grein sérgreindrar reksturshag- fræði og tölfræði og í lok G. misseris siðan þeim prófum, sem þá eru eftir. Reglur til bráðabirgða um afnot af Háskólabókasafninu. 1. gr. — Lestrarsalurinn er opinn kl. 13—19 hvern virkan dag, en af- greiðsla bóka, sem eru ekki i handbókasafni, verður fyrst um sinn ein- ungis kl. 13—15 og 17—19. 2. gr. — Kennurum og nemendum liáskólans, svo og kandidötum, er heimilt að nota handrit og bækur bókasafnsins á lestrasal. Bókaverði er heimilt að leyfa öðrum að nota safnið, enda geri þeir honum nægilega grein fyrir nauðsyn sinni á þvi. 3. gr. — Sérhver gestur á lestrarsal skal rita nafn sitt í gestabók safns- ins. Menn skilji töskur og annað þvi likt eftir í fastageymslunni, en heimilt er þeim að hafa með sér bækur sínar inn á lestrarsalinn, enda sýni menn þær bókaverði áður en þeir fara út aftur. 4. gr. — Á lestrarsal skulu menn hafa hljótt um sig, og er livcrs kyns tal bannað. 5. gr. — Bækur þær, sem lestrarsalsgestir nota úr handbókasafni, skulu þeir ])egar eftir notkun láta á sinn stað. Óski þeir að fá aðrar bækur, skulu þeir fylla þar til gerð eyðublöð. Nú vilja þeir nota sömu bók Jengur en einn dag, segi þeir bókaverði til, og verður hún þá geymd þeim til næsta dags, enda sé það ekki liandbók né kennslubók. G. gr. Bannað er að krota í bækurnar, brjóta blöð eða skemma þær á annan liátt, og sæta skemmdir skaðabótaskyldu. 7. gr. — Mönnum er með öllu óheimilt að hafa með sér bækur safns- ins út af lestrarsal, sbr. þó 9. gr. og 10. gr. 8. gr. Bókavörður getur veitt stúdentum leyfi til að sitja á lestrarsal við lestur á morgnana kl. 9—12, enda útvegi stúdentaráðið gæzlumenn sem liann tekur gilda. Er þeim skylt að gæta þess, að settum reglum sé

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.