Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1941, Side 84
82
fylgt, og fá þeir um það nálcvæmari bendingar frá bókaverði. Gæzlu-
maður skrifi nafn sitt í þar til ætlaða bók, og sé tiltekið, hvenær hann
byrjaði gæzluna og hvenær hann lét af lienni.
9. gr. Engar bækur verða lánaðar út úr lestrarsal, nema sérstökum
stofnunum háskólans, svo og prófessorum og dócentum, þó ekki bækur
úr liandbókasaíni, nema daglangt. Kennarar mega ekki taka neinar bæk-
ur, sem þeir fá að láni, út úr húsinu, enda séu þær tiltækar með liæfi-
legum fyrirvara, ef þeirra er þörf i lestrarsal.
10. gr. Verði hafðar lestrarstofur fyrir háskólastúdenta annars staðar
í húsinu, setur bókavörður um það sérstakar reglui.
11. gr. — Bókavörður getur leyft mönnum, sem vinna að sérstökum
visindaverkum, aðgang' að sérlestrarstofu, og fylgja því þessi lilunnindi:
1) Þeir fá lykla að lestrarsal og sérlestrarstofu, svo að þeir geti komizt
inn á hvaða tíma sem er, frá kl. 8—22 á virkum dögum og kl. 10—19 á
helguin, enda er þeim skylt að gæta þess vandlega, að loka jafnan, er þeir
ganga um, og óheimilt er þeim að hleypa nokkrum óviðkomandi manni
inn með sér. 2) Þeir mega lialda þeim bókum, er þeir fá að láni, i viku,
en þá verða þeir að skila þeim eða endurnýja þær. Þeim eru lieimil af-
not liandbóka lestrarsals sem öðrum gestum, enda lilíti þeir um þau
sömu reglum. Bækur i sérleslrarstofu séu þó tiltækar i lestrarsal, sé
þess þörf og sé eigi verið að nota þær þá stund.
Erindisbréf fyrir umsjónarmann háskólahússins.
1. gr. -— Umsjónarmaður skal sjá um, að húsið sé opnað i tæka tíð að
morgni, áður en kennsla liefst, og loka því á kvöldin, venjulega kl. 9.
2. gr. — Umsjónarmaður skal sjá um ræsting hússins, að stofur allar
og anddyri sé hreinsað vandlega eftir þörfum. Hann skal sjá um, að úti-
dyraþrep séu þrifaleg. Hann dregur upp flögg eftir fyrirlagi rektors.
3. gr. — Umsjónarmaður skal hafa eftirlit með hitun hússins og sjá
um, að jafnan sé hæfilegur hiti.
4. gr. — Umsjónarmaður hefur eftirlil með húsgögnum og öðrum
munum háskólans. Hann skal sjá um, að lj.ósatæki séu í góðu lagi. Hann
annast viðgerðir á liúsi og húsmunum eftir þörfum, jafnskjótl sem því
verður við komið. Hann sér um, að töflur séu hreinsaðar og að krít og
svampur sé í kennslustofum. Enn fremur að jafnan séu hreinar þurrkur,
sápa og pappir i ræstingarklefuin og salernum.
5. gr. — Umsjónarmaður skal sjá um, að liátíðasalur, kapella og söfn
háskólans séu lokuð, þegar ekki er verið að nota þau. Hann skal gæta
lykla að skrám í liúsinu og ekki afhenda þá öðrum en þeim, sem rektor