Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Blaðsíða 59

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1950, Blaðsíða 59
57 verði virt til refsiákvæða og hver viðurlög séu sannleg. Dragið saman lyktir máls í formleg dómsorð. III. 1 réttarfari: Lýsið meginreglum um skiptameðferð þrotabúa. IV. Raunhæft verkefni: Þann 30. nóvember 1947 gerðu h/f. Verksmiðjan Argus í Reykja- vík og Halldór Sigurðsson klæðskeri, er rak klæðaverzlun á Akra- nesi, samning þess efnis, að Halldór tókst á hendur að selja í um- boðssölu fyrir h/f. Argus tilbúinn karlmannafatnað, er verksmiðj- an framleiddi. Nánari skilmálar voru þeir, að verksmiðjan ákvað útsöluverð fatnaðarins, er allur var auðkenndur merki hennar. Bók- hald um söluna skyldi Halldór hafa sérstakt og halda fé því, sem inn kæmi, aðskildu frá sínu fé. Vörumar ábyrgðist Halldór sem geymslumaður, og var óheimilt að selja gegn gjaldfresti. Reikn- ingsskil skyldu gerð mánaðarlega og Halldór þá skila söluand- virðinu, að frádregnum 20%, er voru umboðslaun hans. Þessi viðskipti gengu sæmilega framan af, en þegar Halldór skyldi gera skil 1. ágúst 1948, kom fram, að hann gat ekki greitt það fé, sem honum bar, og nam skuldin kr. 10.000,00. Ástæður til þessa voru fyrst og fremst þær, að vegna skorts á innflutnings- leyfum var atvinna hans og verzlun rýr. En auk þess hafði hann selt nokkuð af fötum, m. a. frá h/f. Argus, gegn gjaldfresti. Hafði hann tekið víxla fyrir þessum lánum og gert ráð fyrir, að þau greiddust í lok síldarvertíðar um haustið. Varð nú að samningum 20. ágúst 1948, að Halldór afhenti h/f. Argus viðskiptamanna-víxla fyrir kr. 7.000.00 að handveði fyrir skuld sinni og samþykkti sjálfur víxil fyrir þeim kr. 3000.00, sem vantaði. Leið nú fram á haustið, og hagur Halldórs fór heldur versnandi. Sá hann sér loks ekki annað fært en að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta þann 15. október 1948. Meðal þeirra krafna, sem lýst var í búið, var krafa h/f. Argus að upphæð kr. 3000.00, er félagið taldi eftirstöðvar umboðssölu- vara og forgangskröfu. Hélt það því fram, að 3000.00 kr. víxill Halldórs hefði aðeins verið tekinn sem trygging, en ekki greiðsla, og bauðst félagið til þess að skila honum aftur. Þessu var mótmælt af búinu. Búið höfðaði enn fremur riftunar- mál gegn h/f. Argusi og krafðist afhendingar á viðskiptamanna- víxlum þeim, sem Halldór hafði afhent 20. ágúst, eða til vara, andvirði þeirra. H/f. Argus gerði enn fremur kröfu til þess, að sér væru afhentar úr búinu þær umboðssöluvörur, sem til voru, að út- söluverði kr. 11.000.00. Þessu var mótmælt af hálfu bæjarsjóðs 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.