Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Síða 15
Skyldur menntamálaráðuneytisins samkvæmt rannsóknasamningnum eru m.a.
að:
• vinna að breytingum á fjármögnun rannsókna í háskólum í samræmi við
áherslur ríkisstjórnarinnar sem birtast í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs,
breytingarnar gera ráð fyrir að aukin áhersla verði lögð á fjármögnun rann-
sókna í háskólum í gegnum samkeppnissjóði.
• beita sér fyrir breytingum á skilyrðum styrkveitinga úr innlendum sam-
keppnissjóðum með því að tengja betur saman atvinnulíf og opinberar rann-
sóknastofnanir. þannig að fjárveitingar nýtist betur og auki samstarf þessara
aðila.
• veita vísindasamfélaginu aðgang að erlendum vísinda- og tækniþróunar-
sjóðum með því að greiða aðgangsframlög.
• beita sér fyrir því að Háskólanum verði tryggt ákveðið grunnframlag til að
fjármagna rannsóknir og innra þróunarstarf skótans en að öðru leyti taki
hann þátt í samkeppni um rannsóknafé. Þannig er miðað við að aukin fram-
lög til samkeppnissjóða skapi Háskótanum ný sóknarfæri. um leið og honum
er veitt það aðhald sem í samkeppninni felst,
• styrkja innviði Háskólans með áframhatdandi uppbyggingu rannsóknatækja.
húsnæðis og almennri aðstöðu til rannsókna: hugað verður sérstaklega að
aðstöðu tilraunavísinda og í verkgreinum og gerð áætlun um úrbætur á
samningstímabilinu.
• ráðuneytið mun á samningstímanum gefa út reglur um hvernig Háskólinn
skuli uppfytla skyldursínar um eftirlit með gæðum rannsókna og nýtingu
þeirra fjármuna sem til rannsókna fara. sbr. 5. gr. laga nr. 136/1997,
• ráðuneytið mun beita sér fyrir ytri úttektum á rannsóknastarfsemi í sam-
vinnu við Háskóta Islands.
Kennslusamningur
Kennslusamningurinn sem undirritaður var jafnhliða rannsóknasamningnum
treystirstarfsgrundvöll Háskóla íslands sem öflugustu menntastofnun tandsins í
því skyni að tryggja áframhaldandi gæði náms og prófgráða þannig að þau sam-
svari þeim gildum og viðmiðum sem viðtekin eru í Evrópu.
Helstu þættirsem samningurinn kveðurá um eru:
• áætlanagerð Háskóla íslands tit fimm ára í senn um starfsemi sína og rekstur,
sem tekið verður mið af við gerð tillagna um fjárveitingar til skólans,
• áframhaldandi þróun gæðakerfis Háskólans. sem tekið var í notkun árið 2002
og byggist á alþjóðlega viðurkenndum viðmiðunum. í því skyni að auka
frekar gæði grunnnáms jafnt sem meistara- og doktorsnáms.
• skipulögð endurmenntun kennara Háskólans m.t.t. nýrra kennsluhátta.
• frekari efling meistara- og doktorsnáms innan Háskólans.
• setning reglna um inntökuskilyrði í Háskólann og aðstoð við menntamálayfir-
vötd við þróun samræmdra prófa á framhaldsskótastigi.
• virk þátttaka Háskólans í alþjóðlegu samstarfi. m.a. á grundvetli samstarfs-
áætlana og verkefna sem stjórnvöld eru aðilar að. svo sem Botogna-ferlisins.
• hvatning til vísindamanna Háskólans um sókn í innlenda og erlenda sjóði í
því skyni að efta kennslu- og vísindastarfsemi.
• frumkvæði Háskólans að auknu samráði og samstarfi við aðra innlenda
skóta á háskólastigi, m.a. með setningu reglna um gagnkvæma viðurkenn-
ingu námsþátta, í því skyni að nýta sem best starfskrafta og auka hag-
kvæmni og fjölbreytni inntendrar háskótamenntunar,
• efling tengsta og samstarfs Háskólans við þjóðlíf. fyrirtæki og stofnanir.
• bætt aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að menntun. m.a. með starf-
semi tandsbyggðasetra Háskólans og samstarfi við símenntunarmiðstöðvar.
• nýting upptýsinga- og fjarskiptatækni í því augnamiði að bæta kennslu og
þjónustu og skapa ný menntunartækifæri.
Samningana í heild er að finna á slóðinni: www.hi.is/page/samningar_HI.
Rekstur Háskólans
Útgjöld námu alts 6.762.1 m.kr. samanborið við 5.780.2 m.kr. árið áður. Rekstrar-
afgangur nam 5.9 m.kr. samanborið við 293.5 m.kr. rekstarartap árið áður. Heild-
arútgjöld jukust um 981.9 m.kr. eða 177. milli ára. Þetta skiptist þannig að Rekstr-
arútgjöld hækkuðu um 264.9 m.kr. eða 57. milli ára en framkvæmdatiðir um 717,0
m.kr. eða 1557. Þessa mikta hækkun framkvæmdatiða endurspeglar 700 m.kr.
tántöku til byggingar náttúrufræðahúss. Ársverkum fjötgaði um 3,57. úr 945.8 í
978,5. Laun á hvert ársverk óx um 2,27 og launakostnaður alts um 5.7% úr 3.816.1
m.kr. í 4.033.5 m.kr. Fjölgun ársverka og aukning tauna- og annars rekstrarkostn-
aðar er mun minni en sem nemur fjötgun nemenda.