Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 25
Stjórnsýsla
Skrifstofa rektors
Hlutverk rektors
Samkvæmt lögum um Háskóla íslands nr. 41/1999 er rektoryfirmaðurstjórnsýslu
Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan Háskólans
og utan. Hann hefur almennt eftirlit með allri starfsemi Háskólans, þar með talið
ráðningar- og fjármálum einstakra deilda og stofnana. Rektor á frumkvæði að því
að háskólafundur marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda há-
skólaráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum Háskólans.
Rektor ræður starfslið sameiginlegrar stjómsýslu Háskólans og setur því erindis-
bréf eða starfslýsingar. Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt
tilnefningu háskólaráðs. að undangengnum almennum kosningum í Háskólanum.
Rektorsskrifstofa
Skrifstofa rektors hefur umsjón með fundum rektors með fuUtrúum deilda. stofn-
ana og stjórnsýslu Háskótans, stjórnvalda. atvinnulífs og innlendra og erlendra
háskóla- og rannsóknastofnana og samtaka þeirra, sem og fulltrúum erlendra
ríkja. Einnig vinnur rektorsskrifstofa að undirbúningi funda háskólaráðs og há-
skólafundar í samvinnu við akademíska stjórnsýslu.
Á rektorsskrifstofu fer jafnframt fram margvísleg önnur starfsemi, svo sem mót-
taka og afgreiðsla erinda sem berast Háskólanum, afgreiðsla viðtala eftir pöntun.
umsjón með fundum rektors með deildarforsetum. nefndum og starfshópum
rektors um einstök málefni. útgáfu Árbókar og Ritaskrár Háskólans. ársfundi Há-
skólans. starfi dómnefnda vegna nýráðninga og framgangs akademískra starfs-
manna. í samstarfi við akademíska stjórnsýslu. Þá sjá starfsmenn rektorsskrif-
stofu um brautskráningu kandídata. doktorsvarnir, viðurkenningar til starfs-
manna. málþing, ráðstefnur og fyrirtestra á vegum rektors. útgáfu ýmiss kynn-
ingarefnis og boð og mannfagnaði á vegum rektors. Helsta nýmæli í starfsemi
rektorsskrifstofu árið 2003 var innleiðing formlegs gæðakerfis Háskólans.
Starfslið
Núverandi rektor Háskóta íslands er Pátl Skútason prófessor í heimspeki og
hefur hann gegnt því embætti frá 5. september 1997. Aðrir starfsmenn á skrif-
stofu rektors eru Magnús Diðrik Baldursson. aðstoðarmaður rektors og gæða-
stjóri. Guðbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri. Jórunn Vatdimarsdóttir fulltrúi og
Kotbrún Einarsdóttir fulltrúi.
Gaeðamál
Við Háskóla fslands er fylgt víðtæku formtegu gæðakerfi sem tekur til tögbundins
hlutverks Háskólans á sviði kennslu og rannsókna. auk stjórnunar. rekstrar og
Þjónustu. Gæðakerfið hveturtil nýsköpunar, bættrar frammistöðu og aukins sjálf-
stæðis starfsmanna. en einnig til samvinnu þarsem áætlun, aðgerðir. eftirlit og
viðbrögð mynda ferti stöðugra umbóta. Gæðakerfið tekur mið af stefnumótun og
framkvæmd gæðamáta hjá erlendum háskótum. háskólasamtökum, einkum
Samtökum evrópskra háskóta (EUA). og opinberum og sjálfstæðum gæðaeftirlits-
stofnunum.
Rektor ber ábyrgð á gæðakerfi Háskótans og deitdarforsetar. forstöðumenn og
framkvæmdastjórar bera ábyrgð á gæðum starfsemi þeirra rekstrareininga sem
þeir stýra. Gæðastjóri og stjórnsýslusvið annast framkvæmd gæðakerfisins í um-
boði rektors. Rektor heldur mánaðartega fundi með deitdarforsetum þarsem
m.a. er fjatlað um framkvæmd og þróun gæðakerfisins. Auk þessa starfar innan
Háskólans sérstök ráðgjafarnefnd rektors um gæðamál. Htutverk nefndarinnar er
að fylgjast með framkvæmd gæðakerfisins. fjalta um og samræma útfærstu ein-
stakra þátta og móta tillögur um þróun þess, eftirfylgni og úrbætur.
Gæðakerfi Háskólans hvílirá þeirri stefnumótun sem fram hefur farið á vettvangi
háskótafundar frá því að lög nr. 41/1999 um Háskóla ístands tóku gitdi. Fyrsti
áfanginn í stefnumótuninni var samþykkt vísinda- og menntastefnu Háskóta Is-