Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 48
Ástralíu um gagnkvæm stúdentaskipti. Starfsmenn HÍ hafa einnig tekið þátt í svo-
nefndum þemanetum innan Sókratesáætlunarinnar.
Háskóli íslands er einnig aðili að UNICA sem er samstarfsnet háskóla í höfuð-
borgum Evrópu. (Sjá nánar http://www.ulb.ac.be/unica/index.html.
Þátttaka HÍ í Nordplus-samstarfi er einnig umfangsmikil. en kennarar HÍ eru
þátttakendur í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum. HÍ er einnig þátttak-
andi í einu þverfaglegu Nordplus-neti sem nefnist Nordlys, en starfsmaður á Al-
þjóðaskrifstofu sér um samskipti við það.
Erasmus-samningar, tvíhliða samningar
Árið 2003 var gerður41 nýr tvíhliða Erasmus-samningur um stúdenta- og kenn-
araskipti við 34 háskóla. Einnig voru gerðir tvíhliðasamningar utan skipulagðra
áætlana milli Háskóla fslands og eftirtalinna háskóla: Gakushuin University Tokyo.
Japan, Sugkyunkwan University. Seoul, Suður Kóreu, Universidad del Salvador.
Buenos Aires. Argentínu, University of Auckland, Nýja Sjálandi. Viðbótarsamning-
ar voru gerðir við Kaupmannahafnarháskóla og Verslunarháskólann í Kaup-
mannahöfn vegna dönskunáms.
Stúdentaskipti
Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi Hf og í starfi því
sem fram fer á Alþjóðaskrifstofunni. Stúdentar Hf sem hyggjast fara utan sem skipt-
istúdentar fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa til boða varðandi stúd-
entaskipti á Alþjóðaskrifstofunni - Upplýsingastofu um nám erlendis. Umsóknum
skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar um að koma sam-
þykktum umsóknum til réttra aðila ertendis. Starfsmenn skrifstofunnar héldu á árinu
fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti. með stúdentum í einstökum deildum og
einnig íhúsakynnum skrifstofunnar að Neshaga 16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan
ásamt fleirum fyrir alþjóðadegi. en aðaltilgangur hans er að kynna stúdentum og
kennurum þá möguleika sem standa tit boða í stúdenta- og kennaraskiptum.
Skólaárið 2003-2004 fóru 242 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla (s-
lands og 270 erlendir skiptistúdentar komu til náms við Háskóla (stands. Þátttaka
stúdenta HÍ var þannig: Erasmus 137, Nordplus 70. aðrar áætlanir/samningar 35.
Móttaka erlendra skiptistúdenta
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Um-
sóknir frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar þar eru þær
skráðar og þeim komið áteiðis til deildarskrifstofa. HÍ er samkvæmt samningum
skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við að útvega íbúðarhúsnæði.
Skipting erlendra skiptistúdenta eftir áætlunum var þannig: Erasmus 137, Nord-
plus 90. aðrar áætlanir/samningar 40.
Skiptistúdentar til og frá HÍ 1997-2004.
■ Til H( 130 147 174 172 186 240 270
■ FráHÍ 150 157 139 144 175 191 242