Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Side 76
Rannsóknir
Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við
rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum. í íslensk-
um og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.
Við deildina starfar Fétagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl
Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísind-
um. Meðal stærri rannsóknarverkefna stofnunarinnar undanfarið má nefna rann-
sókn á námsferli framhaldsskólanema, fjölþjóðlega rannsókn á lífsskoðun og
framtíðarsýn, rannsókn á búsetu á íslandi. launakannanir, rannsóknirá kyn-
bundnum taunamun, rannsókn á almannatryggingum á íslandi með fjölþjóðleg-
um samanburði og rannsóknir á vinnuumhverfi fólks. Auk þess hefur stofnunin
aðstoðað fjölmarga kennara félagsvísindadeildar við að safna rannsóknagögnum.
Stofnunin hefur einnig gefið út mikið af fræðiritum. Félagsvisindastofnun hefur
aflað sértekna með rannsóknarstyrkjum og þjónusturannsóknum fyriraðila utan
og innan Háskólans. Á árinu voru settar nýjar reglur um Félagsvísindastofnun. Ný
stjórn tók til starfa í samræmi við nýja reglugerð. Friðrik H. Jónsson, dósent í sál-
fræði, var forstöðumaður stofnunarinnar.
Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun, Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum, Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun. Félagsvísindadeild á
einnig aðild að Mannfræðistofnun.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar við stjórnmálafræðiskor. Að stofn-
uninni standa, auk Háskóla Islands. Reykjavikurborg og Landspítali - háskóla-
sjúkrahús. Stofnunin starfar í nánum tengslum við fyrirtæki. stofnanir og samtök.
innlend sem erlend. eftir því sem tilefni gefast. Meginmarkmið stofnunarinnar er
að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana. bæði ríkis og sveit-
arfélaga. Stofnuninni er ennfremur ætlað að vera vettvangur umræðna um stjórn-
mál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri. þar á meðal um hlutverk fjöl-
miðla og hagsmunahópa i opinberri stefnumörkun. Forstöðumaður stofnunar var
Margrét S. Björnsdóttir
Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofn-
anir og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum
Erasmus og Nordplus fer vaxandi.
Styrkir og samningar
Þróunarsamvinnustofnun (slands (ÞSSÍ) og félagsvísindadeild Háskóla íslands
gerðu með sér samning um kostun á starfi lektors í mannfræði þróunar.
Félagsvísindadeild gerði samning við Happdrætti Háskóla íslands í ársbyrjun um
eflingu rannsókna á umfangi og eðli spilaáráttu eða spilafíknar á ísland og
kennstu á fræðasviðum sem því tengjast. Daníel Þór Ólason var ráðinn sem verk-
efnisstjóri/aðjúnkt til sálfræðiskorar til þess að sinna þessum verkefnum.
Ráðið í stöðu lektors í félagsráðgjöf til fimm ára á grundvelli samnings heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyti.
Gerður var samningur við Háskólann í Reykjavík um starfsþjálfun nema í náms-
ráðgjöf og samningar við bókasöfn og aðrar upptýsingastofnanir um vettvangs-
þjálfun nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði.
Gjafir
Guðrún Jónsdóttir. fyrrverandi kennslustjóri í félagsráðgjöf, afhenti myndarlega
bókagjöf til Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns á sviði félagsráðgjafar
og kvennafræða 13. janúar. Um var að ræða 800 bindi.
Málþing og ráðstefnur
Félagsvísindadeild hélt IV. ráðstefnu í félagsvísindum 21.-22. febrúar í samvinnu
við lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Ráðstefnan var fjötsótt og ftuttur fjöldi
fyrirlestra. Ráðstefnurit í þremur bindum gefið út eftir ráðstefnuna með greinum
byggðum á fyrirlestrunum. Ráðstefnustjóri og ritstjóri ráðstefnurits deildar var
Friðrik H. Jónsson. dósent í sálfræði.
Haldið var mátþing í félagsfræði í tilefni 60 ára afmælis Þorbjörns Broddasonar,
prófessors í félagsfræði, 2. maí.
Haldin var fyrirlestraröð um fötlunarrannsóknir á vegum uppeldis- og menntun-
72