Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 89
Doktorar
Hinn 1. febrúar 2003 varði Ármann Jakobsson íslenskufræðingur ritgerð sína
Staður í nýjum heimi. Konungssagan Morkinskinna. Hlaut hann titilinn doctor
philosophiae.
Hinn 6. júní 2003 varði Bima Bjamadóttir ritgerð sína Holdið hemur andann. Um fag-
urfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar. Hlaut hún titilinn doctor philosophiae.
Rannsóknir
Rannsóknastarfsemi heimspekideildar fer að mestu fram á vegum fimm rann-
sóknastofnana deildarinnar. og standa þær einnig fyrir margvíslegri útgáfustarf-
semi. Auk þess sinna kennarar rannsóknum sínum sjálfstætt. eða í samvinnu við
stofnanir deildarinnar eða aðra aðila innanlands sem utan. Sjá nánar um rann-
sóknir í kafla stofnana undir Hugvísindastofnun.
Alþjóðasamskipti
Erlendir stúdentar við heimspekideild á árinu voru 280 talsins. Af þeim voru 146
skráðir í íslensku fyrir erlenda stúdenta og nemendur í skiptinámi á vegum Er-
asmus-áætlunarinnar. Nordplus-áætlunarinnar og ISEP-stúdentaskipta við
Bandaríkin voru 84. Erasmus-nemar voru 41. Nordplus-nemar 32 og skiptinemar
frá öðrum löndum 11.
I deildinni var boðið upp á 21 námskeið sem kennd voru á ensku fyrir utan nám-
skeið enskuskorar en þar fer nám að sjálfsögðu fram á ensku. Námskeið í tungu-
málagreinum fara að jafnaði fram á viðkomandi tungumáli og hefur orðið vart við
aukinn áhuga erlendra nemenda á námskeiðum í tungumálaskorum.
Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlun-
arinnar til erlendra háskóla á háskólaárinu 2002-2003 voru 46 talsins. Nordplus-
nemar úr heimspekideitd á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru 13. Fimm nem-
endur frá deildinni voru við nám í öðrum löndum en þessir samningar ná til.
Kennaraskipti
Fjórtán kennarar heimspekideildar fóru tit erlendra háskóla sem skiptikennarar
m.a. á vegum Nordplus, Erasmus og Sókratesáætlunarinnar. Má t.d. nefna að
Guðrún Theódórsdóttir fór til University of Minnesota til að kenna íslensku. Þóra
Björk Hjartardóttir í sömu erindagjörðum til Fróðskaparseturs Færeyja og Ásdís
Egilsdóttir fór til háskólans í Cagliari. Vilhjálmur Ámason kenndi á vegum Erasmus
námskeið um Bioethics við Háskólann í Baskalandi í San Sebastian á Spáni.
Meðal þeirra erlendu kennara sem sóttu deildina heim voru skiptikennari á veg-
um Sókratesáætlunarinnar. María Ángels Francés Díez. frá Universidad Alcalá de
Henares á Spáni. Outi Merisalo, prófessor í latínu og rómanskri fílólógíu við há-
skólann í Jyváskyla, sem hétt röð fyrirlestra um Róm á miðöldum, Lene Schösler,
prófessorfrá Kaupmannahafnarháskóla. sem kenndi frönsku. og Ole Ebenhard
Mortensen. samskiptafræðingur frá Kaupmannahöfn. kenndi í táknmálsfræði.
Charles E. Williams, prófessor í vistfræði við Univesity of Clarion, var Fulbright-
kennari í sagnfræði á vormisseri.
Kennarar ferðuðust vítt og breitt um heiminn við að kynna rannsóknir sínar. vest-
ur um haf til Princeton. Harvard og New York University. háskóla í Baltimore.
Minneapolis, Los Angeles, Winnipeg og Banff og meira að segja til Buenos Aires.
Margir héldu til nágranna okkar í Færeyjum og á Norðurlöndum. tit Lundar. Upp-
sala. Odense, Bergen og Savonlinna að ógleymdum Kaupmannahafnarháskóla.
Aðrir héldu til London, Bristol, Parísar. Caen. Brussel. Bonn. Kiel, Urbino, San
Sebastian. Sevilla og Barcelona, og áfram austur til Riga. Pétursborgar. Vilniusar
og til Póllands og Ungverjalands svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Annað
Nemendur í dönsku sóttu námskeið við Syddansk Universitet - Odense og Schæf-
fergárden i Gentofte. Níu nemendur í þýðingafræðum fóru á IP-námskeið í fjöl-
miðlaþýðingum til Salamanca á Spáni. Nemendur og kennarar í norrænum mál-
vísindum við háskólann í Helsinki komu í heimsókn. Einir 22 nemendur komu frá
Frakktandi á námskeið á vegum heimspekiskorar í þrjár vikur í febrúar. Að vanda
fóru nemendur í þýsku í árlega námsferð til Tubingen.
Sagnfræðiskor hóf fjarkennstu í tilraunaskyni í grunnaðferðafræðinámi í sagn-
fræði.