Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Blaðsíða 91
Hinn 7. júní var haldin ráðstefna á vegum heimspekideildar og ítölsku menning-
arstofnunarinnar í Ósló: ítalfa-ísland 1933 - Flug Balbos yfir Atlantshafið. í júlí
hélt hið virta Cambridge-Durham Research Project ráðstefnu í málvísindum við
HÍ.
Opinberir fyrirlestrar
21. mars
25. mars
26. mars
9. apríl
27. maí
25. september
14. október
14. október
3. nóvember
12. nóvember
9. desember
Stephen Neale, prófessor við Rutgers University. ..Why Do
Philosophers look at Language?".
Michael Devitt, prófessor við City University of New York,
„Linguistics is not Psychotogy".
James Higginbotham. prófessor í málvísindum við Univeristy
of Southern California. „Meaning and Mind'.
Nigel Dower, prófessor við the University of Aberdeen,
„Security in a Global Context".
Simon Critchley. prófessor í heimspeki við New School for
Social Research í New York. „Ethics ... my way".
Þórgunnur Snædal, rúnafræðingur við Riksantikvarieámbetet í
Svíþjóð...Daglegt móðurmáls rit og stafagjörð" - um rúnirá
íslandi að fornu og nýju".
Olav Solberg, prófessor í Norðurlandabókmenntum við Há-
skólann á Þelamörk í Noregi, „Forteljingar om drap".
Chiseko Tanaka, kvikmyndagerðarmaður og sérfræðingur í
hinni fornu japönsku leiklist Noh, „The Japanese Culture and
Noh".
Martha Brooks. íslensk-kanadíska skáldið og rithöfundurinn,
„Spaces Between the Words: A Writing Life".
Carol J. Clover. prófessor í kvikmyndum og norrænum fræðum
við Calíforníuháskóla í Berkeley. „The Really Amazing Thing
about Gísla Saga".
Clavs Randsborg, prófessor í fornleifafræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. „Bastrup-Europe: A Massive Danish Donjon
from 1100".
Veffang heimspekideitdar er: www.hi.is/nam/heim.
Hugvísindastofnun
Almennt
Þær breytingar urðu á starfsemi Hugvísindastofnunar árið 2003 að Torfi H. Tulini-
us prófessor og stjórnarformaður stofnunarinnar tók við sem forstöðumaður 1.
janúar. Þórdís Gísladóttir sneri aftur úr námsleyfi og gegndi starfi verkefnisstjóra
frá sama tíma.
Stjórn
í stjórn Hugvísindastofnunar sitja forstöðumenn aðildarstofnana Hugvísindastofn-
unaren það eru Guðni Elísson fyrir Bókmenntafræðistofnun. Róbert H. Haralds-
son fyrir Heimspekistofnun, Kristján Árnason fyrir Málvísindastofnun. Guðmund-
ur Jónsson fyrir Sagnfræðistofnun og Auður Hauksdóttir fyrir Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumátum. Auk þess situr Unnur B. Karlsdóttir sem
fulltrúi doktorsnema í heimspekideitd í stjórninni. Torfi H. Tulinius er stjórnarfor-
maður en hann var kjörinn tit þriggja ára 1. október 2002.
Aðstaða
Nemendur og kennarar nýttu sér þjónustu Hugvísindastofnunar í auknum mæti
með einum eða öðrum hætti og var húsnæði stofnunarinnar fullnýtt allt árið. Milli
20 og 30 einstaklingar störfuðu eða höfðu aðstöðu hjá Hugvísindastofnun. Tíu
doktorsnemar höfðu þar vinnuaðstöðu. fjórir fræðimenn á Rannís-styrkjum og
nokkrir aðrir unnu innan vébanda hennar á öðrum styrkjum. Starfsmenn í föstum
stöðum voru átta en einnig störfuðu nokkrir lausráðnir að einstökum verkefnum
eða tímabundið hjá Hugvísindastofnun.
Ráðstefnur
Hugvísindastofnun hefur staðið fyrir nokkrum fjötda ráðstefna á árinu. ýmist ein
eða í samvinnu við aðildarstofnanir sínar og/eða aðra aðila:
• 1. mars stóð stofnunin að opinni ráðstefnu fyrir almenning í Þjóðleikhúsinu
undir yfirskriftinni „Er vit í hlátri?" í samvinnu við Þjóðleikhúsið og skrifstofu
rektors. Ráðstefnan var vel kynnt og afar vel sótt af um 500 manns.