Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Qupperneq 97
Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum
tungumálum
Starfssvið og hlutverk
Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að stuðla
að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið sem heyra
undir stofnunina eru: bókmenntir. kennslufræði erlendra mála og máttaka. mál-
fræði. málvísindi. menningarfræði. táknfræði. þýðingafræði og notagildi tungu-
mála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið stofnunarinnar að styðja og
efla kennslu í eriendum tungumálum innan Háskólans sem utan. Stofnun Vigdís-
ar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er til ráðuneytis um þróunarstarf og
rannsóknirsem snerta tungumálakennstu og hún er vettvangur fræðilegrar um-
ræðu um erlend tungumál.
Stjórn, fagráð og starfsfólk
Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2003 var Auður Hauks-
dóttir. dósent í dönsku. og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir. dósent í
þýsku. Auk þeirra sátu í fagráði Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingafræðum.
Margrét Jónsdóttir. tektor í spænsku, og Matthew J. Whelpton. dósent í ensku.
Margrét Jónsdóttir lét af störfum við Háskóta íslands haustið 2003 og þá tók Ásdís
Rósa Magnúsdóttir, lektor í frönsku, sæti hennar í fagráði. Guðný Guðlaugsdóttir
var verkefnisstjóri í fullu starfi til 15. júní en þá tók Sigfríður Gunntaugsdóttir við
starfinu.
Bókagjafir
Á árinu bárust Stofnun Vigdísar Finnbogadótur veglegar bókagjafir. Jón Ármann
Héðinsson færði stofnuninni að gjöf 40 bækur á spænskri tungu og japanski rit-
höfundurinn Haruki Murakami gaf stofnuninni heildarútgáfu verka sinna á jap-
önsku.
Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var
stofnaður 22. janúar 2003. Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir
starfsemi stofnunarinnar og stuðla að vexti og viðgangi hennar. Frú Vigdís Finn-
bogadóttir er formaður stjórnar sjóðsins. Árið 2003 styrktu DFDS, Sparisjóður
Hafnarfjarðar og Royat Copenhagen styrktarsjóðinn auk frumstofnenda sjóðsins.
Háskóla íslands og Kaupþings banka.
Dagskrá
Árið 2003 stóð stofnunin fyrir fjölbreyttri og viðamikilli dagskrá þar sem innlendir
og erlendir sérfræðingar á sviði tungumála. bókmennta og menningarfræða auk
rithöfunda og þýðenda fluttu fyrirlestra. Auk einstakra fyrirlestra stóð stofnunin
fyrir málstofum og ráðstefnum á fræðasviði sínu.
Fyrirlestraröð
Eftirtaldir aðilar tóku þátt í fyrirtestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið
2003: Eyþór Eyjótfsson. ræðismaður ístands í Japan, Jens Lohfert Jörgensen.
lektorvið HÍ. Ásdís R. Magnúsdóttir, lektorvið HÍ. Dag Heede. lektor við Syddansk
Universitet. Erla Hallsteinsdóttir. Hugvísindastofnun HÍ. Hólmfríður Garðarsdóttir.
aðjúnkt við HÍ. Enrique del Acebo. prófessor við del Salvador háskólann í Buenos
Aires. María-Luisa Vega. prófessor við Complutense háskólann í Madrid, Haruki
Murakami, rithöfundur frá Japan. Gauti Kristmannsson. aðjúnkt við HÍ. Þórdís
Gísladóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar HÍ. Kaoru Umezawa. lektor við HÍ,
Ommo Wilts frá Kílarháskóla.
Fyrirlestraröð um grænlenskt mál. menningu og bókmenntir
Fyrirlestraröðin um grænlenskt mál. menningu og bókmenntir var samvinnu-
verkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Norræna hússins og Vestnorræna
menningar-setursins í Hafnarfirði. Verkefnið var styrkt af norrænu ráðherra-
nefndinni. Eftirtaldir fluttu erindi: Thue Christianssen, fyrrverandi mennta- og
menningarmálaráðherra heimastjómar Grænlands. Benedikta Þorsteinsson. for-
maður KALAK. vinafélags íslands og Grænlands, Frederikke Blytmann Trond-
hjem, sendilektor við Institut for Eskimotogi. Hafnarháskóla. Kirsten Thisted. lekt-
or við Stofnun norrænna fræða. Hafnarháskóla, Karen Langgárd. lektorvið Ins-
titut for gronlandsk sprog. litteratur og medier, Hafnarháskóla.