Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 98
Málþing um tungumál og atvinnulífið
Vormisseri: Árangursrík íslenskukennsla á vinnustöðum
Fyrirlesarar: Ingibjörg Hafstað. forstjóri Fjölmenningar ehf.. Birna Arnbjörnsdóttir.
tektor í íslenskum og enskum málvísindum við HÍ. Svavar Svavarsson, fram-
leiðslustjóri Granda hf.. Skúli Thoroddsen. forstöðumaður miðstöðvar símenntun-
ar á Suðurnesjum.
Haustmisseri: tslensk lög af ertendri tungu: um lagaþýðingar á ístandi
Fyrirlesarar: Sigurður Líndat. prófessor emerítus við lagadeild HÍ. Gauti Krist-
mannsson, aðjúnkt í þýðingafræðum við HÍ. Hildur Pétursdóttir, deildarstjóri
Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir.
sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Málþing um erlendar bækur í íslenskum þýðingum
Málþing um þýðingar og verk erlendra höfunda í íslenskri menningu var haldið í
nóvember 2003 í samvinnu við Hugvísindastofnun. Fyrirlesarar: Friðrik Rafnsson.
Jóhann Páll Valdimarsson. Fríða Björk Ingvarsdóttir og Hjálmar Sveinsson. Auk
þess lásu þýðendurnir Guðbergur Bergsson. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Halla
Sverridsóttir, Árni Óskarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Ástríður Eiríksdóttir og
Sigríður Þorgeirsdóttir upp úr verkum sem út komu í þýðingu á árinu. Erindin
sem flutt voru á mátþinginu birtust í vefritinu Kistunni á slóðinni: http://www.kist-
an.is/ifx/kistan?f=14.
Ráðstefnur
Alþjóðleg málfræðráðstefna: ..Null Subjects and Parametric Variation." Skipu-
leggjendur: Matthew Whelpton og Jóhannes Gísli Jónsson. Ráðstefnan var haldin
í samvinnu við Hugvísindastofnun í júlí 2003. Nánari upplýsingar um fyrirtesara
og efni ráðstefnunnar er að finna á slóðinni: http://www.hugvis.hi.is/null.
Kynning í Danmörku
í lok nóvember og byrjun desember stóð stofnunin fyrir viðamikilli kynningu í
Danmörku. í tengslum við vígslu Nordatlantens Brygge skipulagði stofnunin tveggja
daga ráðstefnu um norrænt málasamstarf og norrænar bókmenntir. Ráðstefnan
fór fram dagana 29. og 30. nóvember. Hinn 1. desember gekkst stofnunin fyrir
málþingi um norræn mál og íslenskar og norskar bókmenntir. Málþingið var
haldið á Schæffergárden í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde.
Ráðstefna á Nordatlantens Btygge
Fyrirlesarar voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir. forstöðumaður
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Jorn Lund, prófessor og forstöðumaður Det
Danske Sprog og Litteraturselskab. Pia Jarvad. fræðimaður hjá Dansk Sprog-
nævn, Lars-Olof Detsing. dósent við Lundarháskóta, Henrik Galberg Jakobsen.
prófessor við Syddansk Universitet. Odense. Naja Btytmann Trondhjem. gesta-
lektor við Hafnarháskóla, Jens Normann Jorgensen. prófessorvið Hafnarháskóla.
Erik Skyum-Nielsen. lektor við Hafnarháskóla. Kirsten Thisted, lektor við Hafnar-
háskóla. Jógvan ísaksen, lektor við Hafnarháskóla. Vésteinn Ólason, prófessor og
forstöðumaður Árnastofnunar. og Torfi Tutinius. prófessor og forstöðumaður Hug-
vísindastofnunar. Auk þess lásu rithöfundarnir Kelly Berthetsen frá Grænlandi,
Oddvor Johansen frá Færeyjum og Einar Már Guðmundsson upp úr verkum sín-
um.
Málþing á Schæffergárden
Fyrirlesarar á málþinginu á Schæffergirden voru frú Vigdís Finnbogadóttir. Erik
Skyum-Nielsen lektor og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Thorvald
Steen. sem jafnframt lásu upp úr verkum sínum.
Málstofur um málvísindi
Á kennslutíma Háskólans eru haldnar vikulegar málstofur um málvísindi þar
sem fræðimenn fjalla um rannsóknir sínar eða tengd efni. Mátstofunar eru haldn-
ar á föstudögum kl. 11.15 og umsjón með þeim hefur Matthew J. Whelpton. lektor
í ensku.
Nánari upplýsingar um efni málstofanna má finna á vef stofnunarinnar á slóðinni:
http://vigdis.hi.is/7malstofur/matstofur.
Evrópski tungumáladagurinn - ungt fólk
og tungumálakunnátta
í titefni Evrópska tungumáladagsins 26. september efndi Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur til málþings um ungt fólk og tungumálakunnátta og í Hátíðarsal Há-
94