Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 117
illoma Virus) sem veldur leghálskrabbameini og kynfæravörtum hófst árið 2001 í
samvinnu við Krabbameinsfélag íslands og lyfjafyrirtækið Merck. Þá var hafinn
undirbúningur að rannsókn á orsök niðurgangspesta hér á landi í samvinnu við
sýklafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss árið 2002. Einnig hófst á árinu
undirbúningur að rannsókn á lifrarbólgu G veirusýkingu hjá HlV-sýktum einstak-
lingum og áhrifum hennar á horfur HlV-sýktra sjúklinga við veirufræðideild LSH.
Þá hófst undirbúningur að rannsókn á algengi lifrarbólgu B og C meðal innflytj-
enda til íslands í samvinnu við Sigurð Ólafsson, smitsjúkdómadeild LSH. lungna-
og berklavarnadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og Bamaspítala Hringsins.
Doktorsverkefni Evalds Sæmundsen fjallar um einhverfu og er vinnutitill ritgerðar
hans: „Autism in lceland. Study on detection, prevalence, and relation of epilepsy in
infancy and autism spectrum disorders." Verkefnið skiptist í nokkra hluta sem fjalla
um faraldsfræði. greiningarskilmerki einhverfu og stöðugleika einhverfueinkenna í
eftirfylgd. Einnig fjallar hún um hugsanleg tengsl kippaflogaveiki við einhverfu.
Kennsla
Kennsla í heilbrigðisfræði (forvarnalækningum) er veitt nemendum í læknisfræði
á fjórða ári. Auk fastra kennara taka þátt í henni um tíu stundakennarar. sem
margir vinna utan Háskólans. í kennslunni er lögð mikil áhersla á aðferðafræði
við faraldsfræðilegar rannsóknir. bæði í fyrirlestrum og umræðutímum. þar sem
birtar rannsóknir eru einkum ræddar með tilliti til aðferðafræðinnar.
Útgáfa og kynningarstarfsemi
Árið 2003 hafa verið birtar sjö vísindalegar ritgerðir og fimm útdrættir fyrir ráð-
stefnur. en niðurstöður rannsókna hafa verið kynntar erlendis. vestan hafs og
austan og á íslandi. Eru þessi afköst svipuð og verið hafa undanfarin ár.
Annað
Sem fyrr sagði er rannsóknastofan staðsett í Sóltúni 1. Ákveðið hefur verið að flytja
starfsemi hennar í annað húnæði að Neshaga 16.
Haft ersamstarf við fjölmarga um þau rannsóknarverkefni sem í gangi eru hverju
sinni. svo sem stofnanir eins og Krabbameinsfélag íslands og Hagstofu Islands
eða einstaka sérfæðinga. t.d. í tölfræði. meinafræði. krabbameinslækningum,
húðlækningum, augnlæknisfæði. lungnalækningum barnatækningum og for-
varnalækningum. Auk þessa er haft náið samband við ýmsa hópa starfsmanna og
vinnustaða sem rannsóknirnar fjalla um. sem og erlenda samstarfsaðila.
Rannsóknastofa háskólans
í líffærafræði
Almennt
Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana háskólans sem heyrir undir
læknadeild Háskóla íslands. Rannsóknastofan hefur verið til húsa að Vatnsmýrar-
vegi 16. 4. hæð. síðan haustið 1987. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hann-
es Blöndal, prófessor í líffærafræði.
Starfmenn
Kennarar við stofnunina eru: Ella Kolbrún Kristinsdóttir dósent. Hannes Blöndal
prófessor, Sigurður Sigurjónsson lektor og Sverrir Harðarson dósent. Aðrir
starfsmenn eru: Finnbogi R. Þormóðsson fræðimaður. Guðbjörg Bragadóttir ritari.
Jóhann Arnfinnsson líffræðingur. Marina llinskaia meinatæknir. Cecilia Guasconi.
Erasmus-stúdent í þrjá mánuði, og Ólafur B. Einarsson doktorsnemi.
Starfsemi
Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði
heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræði-
kennslu fyrir nemendur í heilbrigðisgreinum og veita ýmsum aðilum þjónustu í
örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsóknastofunni fer einnig fram
framleiðsta kennstuefnis í líffærafræði í formi prentaðs máls. tölvuefnis og marg-
víslegra kennslusýna.
Við tækjakost rannsóknastofunnar bættust frystiskurðartæki (Cryo-Star HM 560)
frá Zeiss, sem keypt voru með styrk frá Rannsóknarráði íslands,
Tækjakaupasjóði Háskótans. Læknadeild Háskóla (stands o.ft.