Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 123
Líffræðistofnun Háskólans
Líffræðistofnun Háskólans tók til starfa árið 1974 samkvæmt reglugerð nr.
191/1974. í samræmi við ný lög og reglugerð Háskóla íslands var hún endurskoð-
uð síðla árs 2001 og nýjar regtur fyrir stofnunina samþykktar í háskólaráði 13.
desember2001.
Hjá stofnuninni starfa allir kennarar í fullu starfi við líffræðiskor raunvísindadeild-
ar. einn fastráðinn sérfræðingur. fulltrúi og tækjavörður líffræðiskorar. Þá starfa
að jafnaði nokkrir sérfræðingar á stofnuninni sem ráðnir eru til að sinna sérstök-
um rannsóknarverkefnum til lengri eða skemmri tíma. Ekki má heldur gleyma
framhatdsnemum í líffræði, sem hafa rannsóknaraðstöðu við stofnunina. Þá erað
jafnaði allmargt aðstoðarfólk að störfum við ýmis rannsóknarverkefni. Oft eru það
líffræðinemar í hlutastörfum eða sumarvinnu.
Á Líffræðistofnun starfa að jafnaði nokkrir vísindamenn sem stofnunin veitir að-
stöðu. ertendir vísindamenn í rannsóknarleyfi, ungir vísindamenn með rann-
sóknarstöðustyrki eða framhaldsnemar við erlenda háskóla sem ýmist vinna að
sjálfstæðum rannsóknum eða starfa að sameiginlegum rannsóknum með föstum
starfsmönnum stofnunarinnar. Stofnunin hefur einnig samið um og veitt vísinda-
mönnum frá öðrum stofnunum rannsóknaraðstöðu. Þannig hefurÁrni Einarsson.
forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, haft starfsaðstöðu við
stofnunina samkvæmt sérstöku samkomulagi.
Skipta má rannsóknum á Líffræðistofnun niður í nokkursvið eftir viðfangsefnum.
Hér verður einungis stiklað á stóru um verkefni sem unnið var að á árinu
Sjávarlíffræði og sjávarvistfræði
Á þessu sviði má nefna margháttaðar rannsóknir á vistfræði mismunandi strand-
svæða á íslandi þar sem m.a. er leitast við að skýra útbreiðslu og dreifingu fjöru-
lífvera. Stofnunin er þátttakandi í „stóra botndýraverkefninu' BIOICE, viðamikilli
könnun á dýrasamfélögum á sjávarbotni umhverfis ísland. Einnig má nefna rann-
sóknirsem snerta vistfræði fiskistofna og sjófugla á íslandsmiðum. svo og rann-
sóknir á áhrifum eiturefna á sjávarlífverur.
Vatnalíffræði og vistfræði vatnalífvera
Stofnunin hefur verið mjög virk í vatnatíffræðirannsóknum. í þessu sambandi má
nefna langtímaverkefni eins og vöktun lífríkis Mývatns og Laxár. Á undanförnum
árum hefur stofnunin einnig tekið þátt í stórum yfirlitsrannsóknum á vistfræði
fall- og stöðuvatna á ístandi og hafa þær rannsóknir tengst verkefnum styrktum
af EB. Auk vísindalegs gildis þessara rannsókna hafa þær nýst vel við gerð
rammaáætlunar um nýtingu vatnsafts og jarðvarma. Nýlega var hrint af stað
sambærilegum rannsóknum á lífríki tjarna.
Fiskifræði. fiskavistfræði og þroskunar- og lífeðlisfræði fiska
Stundaðar eru rannsóknir á bæði sjávar- og ferskvatnsfiskum. Þar má nefna
rannsóknir á þroskunar-. vist- og atferlisfræði mismunandi afbrigða bleikju og
hornsíla á íslandi. Þá má telja margháttaðar rannsóknir á lífsferlum og líffræði
sjávarfiska. einkum nytjafiska. Rannsóknir á þessu sviði tengjast gjarnan nýtingu
fiska. bæði fiskveiðum og fiskeldi. Á síðarnefnda sviðinu eru nú uppi áform um
verulega eftingu rannsókna, einkum í tengslum við möguleika á eldi sjávarfiska.
Vistfræði fugla og spendýra
Margs konar verkefni falta undir vistfræði fugta og spendýra, t.d. vöktun ýmissa
fuglastofna tit sjós og lands og vöktun refastofnsins, svo og sértækari rannsóknir.
svo sem á mink, hagamúsum og kanínum.
Þróunarfræði og stofnerfðafræði
Á sviði þróunarfræði og stofnerfðafrði eru nokkur rannsóknarverkefni í gangi. Þar
á meðal eru víðtækar rannsóknir á tilurð og viðhaldi erfðabreytileika sem og
erfðafræðilega virkri stofnstærð og genaflæði hjá þorski. Á árinu var gerð áætlun
um að útvíkka þetta verkefni þannig að það næði til fteiri sjávarfiska og sjávarlíf-
vera í Norður-Atlantshafi. í því skyni var sótt um öndvegisstyrk til Rannís. Þá má
nefna stofnerfðafræðilegar rannsóknir á erfðafjölbreytiteika íslendinga og tengsl-
um þeirra við aðrar þjóðir. rannsóknir á erfðabreytileika ýmissa fuglategunda, þar
á meðal forn-DNA-rannsóknir á geirfuglinum. sem nú er aldauða. Auk þess má
telja rannsóknir á áhrifum skaðlegra stökkbreytinga á erfðabreytileika, svo og
rannsóknirá afbrigðamyndun hjá íslenskum ferskvatnsfiskum og stofnerfða-
fræðilegar rannsóknir til að skýra erfðauppruna íslenska birkisins.
119