Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 130
Unnið er að viðamiklum rannsóknum á efnaskiptum vatns, bergs og lífvera og til-
raunum til að skilgreina leysni og leysnihraða steinda og náttúrulegs glers, á
fjötliðun kísils og til að ákvarða gildi jafnvægisfasta mitli efnasambanda í vatns-
lausn. Sérstök verkefni eru:
• Úrvinnsla gagna um ýmis snefilefni í yfirborðs-, grunn- og jarðhitavatni af
háhita- og lághitasvæðum.
• Endurgerð spesíuforritsins WATCH til að reikna mettunarástand vatns m.t.t.
steinda. til að segja fyrir um útfellingar úr jarðhitavatni og herma eftir breyt-
ingum á efnainnihaldi vatns þegar það hvarfast við berg.
• Efnavöktun straumvatna og úrkomu á Suður- og Austurlandi hvað varðar
uppleyst efni og aurburð.
í berg- og bergefnafræði var fram haldið rannsóknum á geislavirkum samsætum
í bergi sem leitt hafa til nýrrar aðferðar til að aldursgreina ung hraun. 10-250.000
ára. Aukin áhersla er á tilraunir við þrýsting allt að 20 kbör þar sem mæld er
leysni reikulla efna (H20, C02, S) í bergkviku og könnuð jafnvægi kristalla og
kviku sem fall af hita og þrýstingi. Skyldar þeim mælingum eru rannsóknirá
glerinnlyksum í kristöllum sem kunna m.a. að leiða til aukinnar vitneskju um eðli
möttulstróksins undir íslandi.
í náttúrulandfræði var fram haldið rannsóknum á gróður- og jarðvegsbreytingum
og tengslum þeirra við landnýtingu á ákveðnum svæðum. Rannsóknirá hafís
kringum landið að fornu og nýju héldu áfram. m.a. með fjarkönnunartækni. (
mannvistarlandfræði var m.a. unnið að rannsóknum á þróun atvinnulífs. samfé-
lags og byggðar á tilteknum svæðum.
Árið 2003 birtust 18 greinar í tímaritum eftir starfsmenn stofunnar, innlendum og
erlendum. þrír bókarkaflar og sjö skýrslur en útdrættir. erindi og veggspjöld á
ráðstefnum töldu 83.
Nánari upplýsingar um rannsóknarverkefni og ritstörf starfsmanna jarð- og land-
fræðistofu er að finna á vef Raunvísindastofnunar Háskólans:
http://www.raunvis.hi.is.
Lífefnafræðistofa
Starfsfólk
Við Lífefnafræðistofu hafa rannsóknaraðstöðu fjórir kennarar úr efnafræðiskor
raunvísindadeildar og tveir kennarar úr matvælafræðiskor. Auk þeirra starfa á
stofunni nokkrir sérfræðingar. nemar í rannsóknartengdu framhaldsnámi til
meistaraprófs. rannsóknarmenn og nemar sem vinna að lokaverkefnum til BS-
prófs.
Rannsóknir
Rannsóknarverkefni sem unnið er að á stofunni eru á eftirtöldum sviðum:
• Erfðatæknileg framleiðsla þorskensíma í gersveppum. sérsniðin ensím, ein-
angrun próteina og náttúruleg rotvörn.
• Lífefni úr hrognum.
• Varnir lífvera gegn oxunarálagi og stakeindum.
• Ensímið glútaþíónperoxídasi. eiginleikar og hreinvinnsla.
• Andoxunarefni.
• Snefilefnið selen.
• Kuldavirk ensím úr bakteríum og úr fiskum, grundvöllur hvötunarvirkni þeirra,
sértækni. stöðugteika og hagnýtingar.
• Samskipti ensíma og hindrandi efna.
• Enslmrannsóknir og kyrrsetning ensíma.
• Kítósanfáliður og áhrif þeirra á prótein.
• Gripgreining og notkun hennar við vinnslu lífefna.
• Vinnsla lífefna úr vefjum og blóði sláturdýra.
• Ensím úr þorski, vinnsla. hagnýting og eiginleikar.
• Ensím úrsuðurskautsljósátu.
• Ensím úr slöngueitri.
• Prótein. ensím.
• Próteinasar, stöðugleiki próteina. hitastigsaðlögun próteina og hagnýting
ensíma.
• Adrenergir viðtakar í hjarta og hjartavöðvafrumum.
• Rannsóknir á glýkólípíðum.
• Rannsóknirá íslenskum lækningajurtum.
126