Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 131
Frekari upplýsingar um rannsóknirnar og ritaskrár starfsmanna má finna á vef
stofunnar og starfsmanna hennar á stóðinni: www.raunvis.hi.is/Lifefnafr/Lif-
efnafr.html.
Tækjabúnaður
Tækjabúnað stofunnar má flokka sem hér segin
• Atmennur búnaður til hreinvinnslu próteina svo sem skilvindur og súlugrein-
ingarbúnaður af ýmsu tagi.
• Mælitæki til rannsókna og greininga á próteinum og ensímum. svo sem lit-
rófsmælingar. rafdráttarbúnaður, hvarfahraðamælar. tæki til varmafræðitegra
mælinga, flúrljómunarmætir. circular dichroism litrófsmælir. amínósýru-
greinirog prótein raðgreiningartæki.
• Búnaður til gertaræktunar og til kjamsýruvinnu.
• Tæki til greiningar og rannsókna á smærri sameindum. m.a. massagreinir.
Auk þess hafa starfsmenn stofunnar aðgang að tækjabúnaði efnafræðistofu og
efnafræðiskorar. t.d. gasgreiningarbúnaði og kjarnarófstæki (NMR 250MHz).
Stærðfræðistofa
Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlis-
fræði. Þarstörfuðu á árinu átta kennarar í raunvísindadeild. fimm sérfræðingar
og einn doktorsnemi. Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg og spanna margar
sérgreinar stærðfræði og stærðfræðilegrar eðlisfræði. Þau helstu eru á sviði al-
gebru og algebrulegrar rúmfræði. tvinnfallagreiningar og fágaðrar rúmfræði.
skammtasviðsfræði. strengjafræði. óvíxlinnar rúmfræði, diffurrúmfræði. felta-
greiningarog netafræði.
Niðurstöður rannsókna sinna birta starfsmenn stofunnar í skýrstum Raunvís-
indastofnunar sem og í innlendum og alþjóðlegum fagtímaritum.
Starfsmenn stofunnar eiga víðtækt samstarf við menn í mörgum löndum. t.d. í
Austurríki. Bandaríkjunum. Danmörku, Englandi. Frakklandi. Kanada, Sviss. Sví-
þjóð og Þýskalandi. Algengt er að samstarfsmenn ertendis frá dveljist við stofuna
til að vinna að sameiginlegum rannsóknarverkefnum og halda þeir þá jafnan
málstofufyrirlestra. Mátstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stofunnar
frá árinu 1975. Yfir vetrartímann er yfirleitt haldinn þar einn fyrirlestur í viku. en
fyrirlestrahald er stopulla yfir sumartímann. í málstofunni kynna starfsmenn stof-
unnar og aðrir vísindamenn á svipuðum fræðasviðum rannsóknir sínar eða aðrar
nýjungar í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.
Frekari upplýsingar um mátstofuna má finna á stóðinni
http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/malstofa.htmt.
Loks má geta þess að starfsmenn stofunnar hafa um tangt árabil tekið virkan þátt
í skipulagi og framkvæmd stærðfræðikeppninnar fyrir framhaldsskólanema.
Jafnframt áttu þeir drýgstan htut í að keppnin komst á laggirnar.
Rannsóknastofa í matvælaefnafræði
Almennt yfirlit og stjórn
Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er breyti-
legur frá ári til árs og er háður rannsóknastyrkjum. Nú starfa þrír starfsmenn við
rannsóknastofuna en þeir eru Ágústa Guðmundsdóttir prófessor. sem eryfirmað-
ur rannsóknastofunnar, og Helga Margrét Pálsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir.
nemendur í doktorsnámi. Guðrún Jónsdóttir. fyrrverandi starfsmaður rannsókna-
stofunnar. lauk meistaraprófi síðasta vor og hefur horfið tit annarra starfa.
Rannsóknir
Unnið er að yfirgripsmiklum rannsóknum á tjáningu kuldavirkra ensíma úr þorski
en markmiðið er að framleiða ný ensím afbrigði. Verkefnin eru unnin í samstarfi
við Jón Braga Bjarnason prófessor. Ertendir samstarfsaðilar eru Jay W. Fox. ör-
verufræðideild University of Virginia. og Chartes S. Craik, tyfjaefnafræðideild Un-
iversity of California, San Francisco. Nýlega var hafin vinna við rannsóknarverk-
efni í samstarfi við Háskólann á Hólum og líffræðiskor Háskólans. sem fjallar um
rannsóknirá gæðum þorskhrogna fyrir fósturþroska og ástand seiða. Einnig er í