Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 139
Verkfræðistofnun
Verkfræðistofnun Háskóla ístands er rannsóknarvettvangur kennara í verkfræði-
deild. Árið 2001 tók í gildi ný reglugerð og er starfað eftir henni. Á stofnuninni eru
stundaðar undirstöðurannsóknir verk- og tæknivísinda og þjónusturannsóknir
fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhersla er tögð á uppbyggingu aðstöðu fyrir nemendur í
rannsóknartengdu framhaldsnámi, upplýsingamiðlun um nýjungará sviði tækni
og vísinda svo og þjálfun verkfræðinga við rannsóknarstörf.
Rannsóknastarfsemin og niðurstöður hennar eru kynntar reglutega í tímarits-
greinum, bókarköflum, skýrslum, fyrirlestrum á ráðstefnum og erindum fyrir al-
menning. Stofnunin á í víðtæku samstarfi við háskóla og rannsóknarstofnanir
bæði innan lands og utan.
Árið 2003 var velta Verkfræðistofnunar um 110 m.kr. og nærri tætur að unnin hafi
verið alls um 30 ársverk við rannsóknir og þjónustu. Heildarfjöldi starfsmanna
sem tengdist stofnuninni var um 44, kennarar. sérfræðingar. aðstoðarfólk og fólk í
tímabundnum störfum.
Stofnunin skiptist í rannsóknarsvið samhliða skorum. Undir sviðunum eru eftir-
taldar rannsóknarstofur: Aflfræðistofa, Kerfisverkfræðistofa. Upplýsinga- og
merkjafræðistofa. Varma- og straumfræðistofa. Vatnaverkfræðistofa og Jarð- og
vegtæknistofa. Auk þess starfar nokkur hópur kennara utan áðurnefndra stofa. [
stjórn stofnunarinnar sitja sviðsstjórar rannsóknarsviða og fulltrúi tilnefndur af
deildarráði verkfræðideildar. Stjórnin kýs sér formann. Hann hefur yfirumsjón
með rekstri stofnunarinnar og er hann talsmaður stofnunarinnar út á við. Stjórn-
arformaður er Jónas Etíasson prófessor.
Nánari upplýsingar um starfsemina má fá á veffanginu: verk.hi.is.
Kerfisverkfræðistofa
Rannsóknasvið Kerfisverkfræðistofu eru ýmiss konar kerfisverkfræði. þ.m.t.
stýrifræði og hugbúnaðarfræði. Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningar-
kerfi fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig út-
fært fyrir flugvétar og tandfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið
mikil í gegnum tíðina. m.a. upprunateg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis Flug-
mátastjórnar. Ennfremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til fram-
setningar á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á
Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt stað-
setningareftirlit flugvéla.
Beiting herma tit þess að tíkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið
svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur)
og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðar-
hermir og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn íslands.
Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járn-
blendiofnum í samvinnu við íslenska járnblendifétagið.
Rannsóknasjóður HÍ og Vísindasjóður Rannís hafa styrkt fræðilegar rannsóknir á
sviði línulegra kerfa sem unnið erað innan Kerfisverkfræðistofu. Á undanförnum
árum hefur stofan tekið þátt í rannsóknarverkefnum í samvinnu við innlend og
evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Má þar einkum nefna fjar-
þjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt net. t.d. gagnvirkt
sjónvarp og fjarkennslu. Einnig hefurverið tögð áhersta á rannsóknirá endurbót-
um í hugbúnaðargerð og nytsemi kerfa.
Verkefni stofunnar árið 2002 voru:
• Verkefni á sviði Knulegra kerfa styrkt af Rannís og Rannsóknasjóði Hl.
• Elena: Smart space for learning, í samvinnu við Símann og styrkt af 5.
rammaáætlun Evrópusambandsins.
• Future Oceanic Air Traffic Controlter Workstation. unnið í samtarfi við Flug-
mátastjórn og MIT.
• Bráðaviðvaranir um jarðvá í samvinnu við Veðurstofu íslands og Stefju sem
er styrkt af Rannís.